Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Nýtt merki Demantshringsins kynnt

Markaðsstofa Norðurlands kynnti nýtt merki Demantshringsins, Diamond Circle, á opnum fundi á Sel Hótel í Mývatnssveit í dag. Merkið var hannað í samstarfi við Cohn&Wolfe á Íslandi, en sú vinna var leidd af Ingvari Erni Ingvarssyni sem fór yfir ferlið á fundinum. Höfundur merkisins er Guðjón Heiðar Pálsson og Haraldur Sigurðarson er hönnuður grafíska prófílsins. „Við byrjuðum á að skoða hvað hringur er í raun og hvernig hann tengist demanti, hvernig hægt væri að finna samnefnarara fyrir þetta tvennt. Okkar niðurstaða var „eilífð“ og táknið fyrir hana, óendanleikann,“ segir meðal annars í vörumerkjahandbók Demantshringsins. Þetta endurspeglast í merkinu, sem sjá má hér til hliðar.

 

Í dag var einnig kynnt sérstakt kort sem var unnið fyrir verkefnið, en þar er lögð áhersla á fimm lykilstaði á leiðinni; Goðafoss, Mývatn, Dettifoss, Ásbyrgi og Húsavík. Um leið var heimasíðan www.diamondcircle.is tekin í notkun.

 

Markaðsstofa Norðurlands og Húsavíkurstofa gerðu með sér samstarfssamning í maí á þessu ári um notkun á heitinu Diamond Circle, sem fól í sér að MN myndi gera greiningu á innviðum á leiðinni, búa til vörumerki og efla markaðssetningu. Í ljósi þess að áætlað er að klára vinnu við lagningu á bundnu slitlagi á Dettifossvegi í sumar skapast enn betra tækifæri fyrir markaðssetningu og þróun ferðaþjónustufyrirtækja sem njóta nálægðar við þær náttúruperlur sem finna má á Demantshringnum.

Smelltu hér til að skoða glærukynningu frá fundinum.


Norðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Norðurlandi eru fjölmargir áhugaverðir bæir, stórir og smáir, þar sem mannlíf og atvinnulíf er fjölbreytt. Hver bær hefur sín sérkenni en öllum er sameiginlegt að taka vel á móti gestum. Fjölbreytt gisting, góðir veitingastaðir, blómstrandi menning og möguleikar til útivistar og afþreyingar eru alls staðar fyrir hendi. 

Skoðunarferðir um bæina eru því bæði skemmtilegar og fræðandi.

Skoða meira

Map Akureyri Hrafnagil Grímsey Raufarhöfn Kópasker Þórshöfn Bakkafjörður Húsavík Mývatn Laugar Svalbarðseyri Grenivík Hjalteyri Hauganes Árskógssandur Dalvík Hrísey Ólafsfjörður Siglufjörður Hofsós Hólar Varmahlíð Sauðárkrókur Skagaströnd Blöndós Hvammstangi Laugarbakki Borðeyri