Vestfirðir Vesturland Norðurland Austurland Suðurland Reykjanes Höfuðborgarsvæðið
Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Opnir fundir Markaðsstofu Norðurlands í júní

Markaðsstofa Norðurlands heldur opna fundi á Norðurlandi næstu tvær vikurnar.  Áætlað er að hver fundur verði um klukkutíma langur.

Á fundunum munu þau Arnheiður Jóhannsdóttir og Björn H. Reynisson fara yfir nokkur atriði fyrir komandi mánuði.  Farið verður yfir þær markaðsaðgerðir sem til stendur að ráðast í á næstu mánuðum, bæði fyrir innlendan og erlendan markað.  Auk þess verða kynntar niðurstöður markaðsrannsóknar sem gerð var á síðasta ári á vegum Rannsóknarmiðstöð Ferðamála og Ferðadeild Háskólans á Hólum fyrir Markaðsstofu Norðurlands.  Þar var gerð eigindleg rannsókn hjá ferðamönnum á Norðurlandi, netrannsókn á ferðaþjónustuaðilum og rannsókn á notkun samfélagsmiðla. 

Fundirnir verða haldnir á eftirfarandi stöðum:

Miðvikudaginn 3. júní – KK Restaurant, kl 9:00 – Sauðárkrókur
Miðvikudaginn 3. júní – Eyvindarstofa, kl 12:30 - Blönduósi
Miðvikudaginn 3. júní – Hótel Laugarbakki kl 16:00 – Húnaþing Vestra

Miðvikudaginn 10. júní – Hótel Laxá kl 9:00 - Mývatn
Miðvikudaginn 10. júní – Salka Veitingarhús kl 12:30 - Húsavík
Miðvikudaginn 10. júní – Hótel Norðurljós kl 17:00 – Raufarhöfn

Föstudaginn 12. júní – Hótel KEA kl 8:30 – Akureyri
Föstudaginn 12. júní – Sigló Hótel kl 12:30 - Siglufjörður

Vinsamlegast skráðu þig á fund hér.

Nánari upplýsingar veitir Björn H Reynisson, bjorn@nordurland.is eða í síma 462-3300.


Norðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Norðurlandi eru fjölmargir áhugaverðir bæir, stórir og smáir, þar sem mannlíf og atvinnulíf er fjölbreytt. Hver bær hefur sín sérkenni en öllum er sameiginlegt að taka vel á móti gestum. Fjölbreytt gisting, góðir veitingastaðir, blómstrandi menning og möguleikar til útivistar og afþreyingar eru alls staðar fyrir hendi. 

Skoðunarferðir um bæina eru því bæði skemmtilegar og fræðandi.

Skoða meira

Map Akureyri Hrafnagil Grímsey Raufarhöfn Kópasker Þórshöfn Bakkafjörður Húsavík Mývatn Laugar Svalbarðseyri Grenivík Hjalteyri Hauganes Árskógssandur Dalvík Hrísey Ólafsfjörður Siglufjörður Hofsós Hólar Varmahlíð Sauðárkrókur Skagaströnd Blöndós Hvammstangi Laugarbakki Borðeyri