Vestfirðir Vesturland Norðurland Austurland Suðurland Reykjanes Höfuðborgarsvæðið
Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Rannsaka sögutengda ferðaþjónustu

Rannsaka sögutengda ferðaþjónustu
Guðrún Þóra og Björn handsala samning MN og RMF.

Markaðsstofa Norðurlands hefur gert samkomulag við Rannsóknarmiðstöð ferðamála (RMF) og Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjónustunnar (RRF) um rannsóknir á sögutengdri ferðaþjónustu.

RMF mun greina ferðavenjur og viðhorf ferðamanna sem sækja söfn og setur á Norðurlandi, með það að markmiði að öðlast skilning á því hvernig saga landshlutans virkar sem aðdráttarafl fyrir ferðamenn. Með því fæst góð innsýn í það hvers vegna ferðamenn heimsækja ákveðna staði, hver upplifun þeirra er og hvað almennt einkennir þennan markhóp.

RRF mun vinna úr Dear Visitors könnuninni, en henni hefur verið beint að erlendum ferðamönnum sem fara um Flugstöð Leifs Eiríkssonar allt frá árinu 1996. Þar verður kannað hvort ferðamenn hafi aflað sér upplýsinga um Ísland í gegnum Íslendingasögur, hafi heimsótt safn eða sýningu, farið á sögufræga staði og fleira í þeim dúr. Auk þess verður greint hvort saga og menningararftur eða menning og listir hafi haft veruleg áhrif á ákvörðun um að heimsækja Ísland og einnig Norðurland sérstaklega.

Niðurstöður rannsóknanna verða kynntar á haustmánuðum. Verkefnið er stutt af Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu í gegnum Ferðamálastofu,

Nánari upplýsingar um verkefnið veitir Björn H. Reynisson hjá Markaðsstofu Norðurlands, bjorn@nordurland.is


Norðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Norðurlandi eru fjölmargir áhugaverðir bæir, stórir og smáir, þar sem mannlíf og atvinnulíf er fjölbreytt. Hver bær hefur sín sérkenni en öllum er sameiginlegt að taka vel á móti gestum. Fjölbreytt gisting, góðir veitingastaðir, blómstrandi menning og möguleikar til útivistar og afþreyingar eru alls staðar fyrir hendi. 

Skoðunarferðir um bæina eru því bæði skemmtilegar og fræðandi.

Skoða meira

Map Akureyri Eyjafjarðarsveit Grímsey Raufarhöfn Kópasker Þórshöfn Bakkafjörður Húsavík Mývatn Laugar Svalbarðseyri Grenivík Hjalteyri Hauganes Árskógssandur Dalvík Hrísey Ólafsfjörður Siglufjörður Hofsós Hólar Varmahlíð Sauðárkrókur Skagaströnd Blöndós Hvammstangi Laugarbakki Borðeyri