Vestfirðir Vesturland Norðurland Austurland Suðurland Reykjanes Höfuðborgarsvæðið
Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Sköpum ný tækifæri saman

Arctic Coast Way er nýtt og spennandi verkefni sem fyrst var kynnt til sögunnar í vetur, og á að draga athygli ferðamanna að strandlengjunni meðfram Norðurlandi. Verkefnið snýst um að búa til svokallaðan ferðamannaveg. Slíkir vegir eru þekktir í ferðaþjónustu á heimsvísu, sem verkfæri til að beina ferðamönnum eftir ákveðnum vegum á ákveðin svæði. Markaðsstofa Norðurlands heldur utan um verkefnið, en það mun taka tíma að ná þeim markmiðum sem stefnt er að og utanaðkomandi hjálp er nauðsynleg. Til þess að ferðamannavegurinn verði að veruleika þarf stuðning og þátttöku heimamanna, fyrirtækja og sveitarfélaga á því svæði sem vegurinn liggur um.

Norðurland heilsársáfangastaður

Heildarmarkmið verkefnisins Arctic Coast Way er að skapa aukin tækifæri fyrir ferðaþjónustufyrirtæki, með því að skapa vörumerki sem þau geta tengt sig við. Með því gætu þau orðið sýnilegri bæði á innlendum sem og erlendum mörkuðum. Ferðamannavegur er einnig verkfæri til að fá ferðamenn til að fara víðar um landið og á jaðarsvæðin svokölluðu, og til að fá þá til að dvelja lengur á Norðurlandi. Með tilkomu Arctic Coast Way ættu einnig að skapast tækifæri til að gera Norðurland að heilsársáfangastað, en það er langtímamarkmið.

Óspillt náttúra og sjávarþorp

Möguleikar gætu skapast fyrir ferðalanga sem vilja upplifa óspillta náttúru strandlengjunnar og uppgötva sjávarþorpin og íbúana þar. Sögur þeirra og menning tengist hafinu órjúfanlegum böndum og nálægðinni við heimskautsbauginn.

Sem fyrr segir er verkefnið hýst hjá Markaðsstofu Norðurlands, þar sem undirrituð hefur skrifstofu. Auk þess er sérstakur stýrihópur starfandi fyrir verkefnið. Í honum eru nú 17 manns sem koma frá öllu því svæði sem Arctic Coast Way nær til, á milli Hvammstanga og Bakkafjarðar. Annar áfangi verkefnisins hófst nú í júní, í kjölfar þess að styrkir fengust úr Uppbyggingarsjóðum Norðurlands eystra og vestra.

Með Arctic Coast Way verður öll strandlengjan á Norðurlandi markaðssett sem ein heild, en ekki einstök svæði eða staðir. Verkefnið verður því tengt við öll 18 sveitarfélögin, 21 bæ eða þorp og þau ferðaþjónustufyrirtæki á leiðinni sem taka þátt í því og mæta skilyrðum verkefnisins.

Við viljum fá hjálp frá þér

Á næstu vikum eða mánuðum verða haldnir fundir og kannanir sendar út á þeim svæðum sem ferðamannavegurinn nær til. Markmiðið með þeim er að fá ábendingar um hvað þurfi að bæta í innviðum, hvaða upplifun ferðamenn geti sótt í og hvernig verkefnið gæti þróast áfram. Við sem að verkefninu stöndum metum þátttöku ykkar, íbúa á svæðinu, mjög mikils og það er trú okkar með henni verði markmiðum þess mætt að fullu.

Til að byrja með er óskað eftir tillögum að íslensku nafni fyrir ferðamannaveginn, sem eins og áður hefur komið fram heiti á ensku  Arctic Coast Way . Hægt er að skila inn tillögum með því að fara inn á slóðina; nordurland.is/nafn.

Fyrir hönd þeirra sem að verkefninu standa, þökkum við fyrir þína þátttöku!

- Christiane Stadler, verkefnisstjóri Arctic Coast Way


Norðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Norðurlandi eru fjölmargir áhugaverðir bæir, stórir og smáir, þar sem mannlíf og atvinnulíf er fjölbreytt. Hver bær hefur sín sérkenni en öllum er sameiginlegt að taka vel á móti gestum. Fjölbreytt gisting, góðir veitingastaðir, blómstrandi menning og möguleikar til útivistar og afþreyingar eru alls staðar fyrir hendi. 

Skoðunarferðir um bæina eru því bæði skemmtilegar og fræðandi.

Skoða meira

Map Akureyri Hrafnagil Grímsey Raufarhöfn Kópasker Þórshöfn Bakkafjörður Húsavík Mývatn Laugar Svalbarðseyri Grenivík Hjalteyri Hauganes Árskógssandur Dalvík Hrísey Ólafsfjörður Siglufjörður Hofsós Hólar Varmahlíð Sauðárkrókur Skagaströnd Blöndós Hvammstangi Laugarbakki Borðeyri