Vestfirðir Vesturland Norðurland Austurland Suðurland Reykjanes Höfuðborgarsvæðið
Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Stærsta rannsóknarverkefni í ferðaþjónustu á Norðurlandi ýtt úr vör

Á mánudag var undirritaður samningur á milli Markaðsstofu Norðurlands, Rannsóknarmiðstöð ferðamála og Háskólans á Hólum, um rannsóknarverkefni á áfangstaðnum Norðurlandi.

Meginmarkmið rannsóknarinnar er að skoða ýmsa þætti sem varða markaðssetningu Norðurlands og þá markhópa sem sækja svæðið heim. Verkefnið er það stærsta sem ráðist hefur verið í hvað rannsóknir á ferðaþjónustu á Norðurlandi snertir og niðurstöðurnar gætu orðið fordæmisgefandi fyrir aðrar rannsóknir í landshlutanum.

Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands, Guðrún Þóra Gunnarsdóttir forstöðumaður RMF og Laufey Haraldsdóttir, deildarstjóri ferðamáladeildar í Háskólanum á Hólum skrifuðu undir samninginn.

Verkefnið er stutt af bæði Eyþingi og Sambandi sveitarfélaga á Norðurlandi vestra í gegnum Sóknaráætlanir, og mun því ná yfir allt Norðurland. Verkefnisstjóri þess hjá Markaðsstofu Norðurlands er Björn H. Reynisson.

Stefnt er að því að kynna niðurstöðurnar í lok ársins 2019 og lögð er áhersla á að ferðaþjónustufyrirtæki á Norðurlandi geti nýtt þær í sínu starfi. Þannig gæti verkefnið stuðlað að hnitmiðaðri og skilvirkari markaðssetningu á Norðurlandi og um leið eflt fagmennsku í ferðaþjónustu enn frekar. 


Norðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Norðurlandi eru fjölmargir áhugaverðir bæir, stórir og smáir, þar sem mannlíf og atvinnulíf er fjölbreytt. Hver bær hefur sín sérkenni en öllum er sameiginlegt að taka vel á móti gestum. Fjölbreytt gisting, góðir veitingastaðir, blómstrandi menning og möguleikar til útivistar og afþreyingar eru alls staðar fyrir hendi. 

Skoðunarferðir um bæina eru því bæði skemmtilegar og fræðandi.

Skoða meira

Map Akureyri Hrafnagil Grímsey Raufarhöfn Kópasker Þórshöfn Bakkafjörður Húsavík Mývatn Laugar Svalbarðseyri Grenivík Hjalteyri Hauganes Árskógssandur Dalvík Hrísey Ólafsfjörður Siglufjörður Hofsós Hólar Varmahlíð Sauðárkrókur Skagaströnd Blöndós Hvammstangi Laugarbakki Borðeyri