Vestfirðir Vesturland Norðurland Austurland Suðurland Reykjanes Höfuðborgarsvæðið
Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Super Break í samningaviðræðum við nýtt flugfélag

Breska ferðaskrifstofan Super Break, sem hefur undanfarnar vikur komið með um 2500 breska farþega til Akureyrar, áformar nú að nota enn öflugri og stærri flugvél fyrir Norðurlandsferðirnar en verið hefur.

Samningaviðræður standa nú yfir, en Chris Hagan verkefnastjóri hjá Super Break, segir það hafa komið í ljós að flugvélin sem pólska flugfélagið Enter Air hefur notað sé ekki nægjanlega öflug. Því hafi verið leitað til annars flugfélags um að sjá um ferðir Super Break til Akureyrar, sem hafi nú þegar átt í samskiptum við Icelandair, Air Iceland Connect og fleiri um aðstæður á Akureyrarflugvelli. Forsvarsmenn þess ætli að tryggja að hægt verði að lenda á Akureyri í langflestum tilvikum og mun oftar en raunin varð í vetur. 


Hagan sagði frá þessu í viðtali við Markaðsstofuna, þar sem hann fór yfir það hve góðar móttökur bæði starfsfólk Super Break og viðskiptavinir hafi fengið á Norðurlandi. Hann segir þetta ekki jafnast á við nokkuð annað sem hann hafi séð í ferðaþjónustu. Hægt er að sjá viðtalið hér að neðan.

 


Norðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Norðurlandi eru fjölmargir áhugaverðir bæir, stórir og smáir, þar sem mannlíf og atvinnulíf er fjölbreytt. Hver bær hefur sín sérkenni en öllum er sameiginlegt að taka vel á móti gestum. Fjölbreytt gisting, góðir veitingastaðir, blómstrandi menning og möguleikar til útivistar og afþreyingar eru alls staðar fyrir hendi. 

Skoðunarferðir um bæina eru því bæði skemmtilegar og fræðandi.

Skoða meira

Map Akureyri Hrafnagil Grímsey Raufarhöfn Kópasker Þórshöfn Bakkafjörður Húsavík Mývatn Laugar Svalbarðseyri Grenivík Hjalteyri Hauganes Árskógssandur Dalvík Hrísey Ólafsfjörður Siglufjörður Hofsós Hólar Varmahlíð Sauðárkrókur Skagaströnd Blöndós Hvammstangi Laugarbakki Borðeyri