Vestfirðir Vesturland Norðurland Austurland Suðurland Reykjanes Höfuðborgarsvæðið
Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Tækifæri í sögutengdri ferðaþjónustu á Norðurlandi

Ráðstefna um tækifæri í sögutengdri ferðaþjónustu verður haldin 21. nóvember kl 13:00 – 15:30 á Hótel Kea  Akureyri.

Markaðsstofa Norðurlands hefur undanfarið ár unnið að greiningu á mögulegum tækifærum í sögutengdri ferðaþjónustu á Norðurlandi.  Með tilkomu styrks frá Ferðamálastofu var hægt að fara í þessa greiningarvinnu. 

Á ráðstefnunni verða kynntar tvær rannsóknir sem gerðar voru síðastliðið sumar. Kynnt verður rannsókn RRF, sem byggir á Dear Visitor rannsókn sem gerð er í Leifstöð.  Síðan mun Vera Vilhjálmsdóttir sérfræðingur hjá RMF, kynna rannsókn sem gerð var í sumar á nokkrum söfnum, setrum og sýningum á Norðurlandi, þar sem gestir voru meðal annars spurðir um upplifun þeirra og hvar þau fengu upplýsingar um þessa viðkomustaði, svo eitthvað sé nefnt.

Að þessu loknu verður boðið upp á fjögur erindi um sögutengda ferðaþjónustu:

 • Menning og saga í landkynningu
  Inga Hlín Pálsdóttir - forstöðumaður Áfangastaðarins Ísland – Íslandsstofa
 • Að nálgast erlenda ferðamenn
  Aníta Elefsen - Safnastjóri – Síldarminjasafnsins
 • Þróun upplifunar – Nýting á gagnvirkum sýndarveruleika
  Áskell Heiðar Ásgeirsson – Framkvæmdastjóri – 1238 Sauðárkrókur
 • Uppbygging við Þrístapa
  Einar K. Jónsson - Sveitarstjóri – Húnavatnshreppur

Markaðsstofan hvetur alla þá sem hafa áhuga og vilja kynna sér tækifæri í sögutengdri ferðaþjónustu að skrá sig hér: https://www.northiceland.is/is/moya/formbuilder/index/index/skraning-a-radstefnu-um-sogutengda-ferdathjonustu

Nánari upplýsingar um ráðstefnuna gefur Björn H Reynisson, bjorn@nordurland.is eða í síma 462 3300.


Norðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Norðurlandi eru fjölmargir áhugaverðir bæir, stórir og smáir, þar sem mannlíf og atvinnulíf er fjölbreytt. Hver bær hefur sín sérkenni en öllum er sameiginlegt að taka vel á móti gestum. Fjölbreytt gisting, góðir veitingastaðir, blómstrandi menning og möguleikar til útivistar og afþreyingar eru alls staðar fyrir hendi. 

Skoðunarferðir um bæina eru því bæði skemmtilegar og fræðandi.

Skoða meira

Map Akureyri Hrafnagil Grímsey Raufarhöfn Kópasker Þórshöfn Bakkafjörður Húsavík Mývatn Laugar Svalbarðseyri Grenivík Hjalteyri Hauganes Árskógssandur Dalvík Hrísey Ólafsfjörður Siglufjörður Hofsós Hólar Varmahlíð Sauðárkrókur Skagaströnd Blöndós Hvammstangi Laugarbakki Borðeyri