Vestfirðir Vesturland Norðurland Austurland Suðurland Reykjanes Höfuðborgarsvæðið
Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Taktu þátt í þróun á upplifunum í apríl með Blue Sail!

Taktu þátt í þróun á upplifunum í apríl með Blue Sail!
Arctic Coast Way/Norðurstrandarleið

Í apríl verða haldnar vinnustofur með breska ráðgjafafyrirtækinu Blue Sail. Skráning fer fram á heimasíðu MN og hefst þriðjudaginn 27. mars. Við viljum þróa það besta sem völ er á þegar kemur að upplifunum ferðamanna, þar á meðal þeim sem tengjast mat og matargerð.

Skráning fer fram hér að neðan.

https://www.northiceland.is/is/markadsstofan/acw/skraning

Við viljum fá þig til þess að hafa áhrif á Arctic Coast Way með því að taka þátt í þessum vinnustofum, sem verða bæði áhugaverðar og skemmtilegar. Markmiðið er að sjálfsögðu það að fá fleiri gesti á það svæði Arctic Coast Way sem þú tilheyrir og að þróa þær upplifanir sem eru í boði fyrir ferðamenn.

Þróun á upplifunum hjálpar ferðaþjónustufyrirtækjum að:

 • Taka þátt í því nýjasta sem er gerast í ferðaþjónustu á heimsvísu
 • Laða að ferðamenn sem eru meira menntaðir og meðvitaðir um samfélög, menninguna og umhverfið þar sem þeir ferðast.
 • Auka sýnileika sinn á alþjóðamörkuðum og sýna fram á að þeir bjóða upp á það allra nýjasta og vinsælasta sem í boði er.
 • Styrkja ímynd sína, bæði vörumerkisins en einnig áfangastaðarins.

Lykilspurningarnar eru:

 • Við erum öðruvísi en aðrir – en afhverju?
  • Hvað er það sem er einstakt hér og ekki er hægt að gera annarsstaðar?
  • Hvernig gefum við gestum okkar tækifæri til að kynnast hversdagslífinu og upplifa það beint í æð??
  • Hvernig getum við unnið betur saman? Með hverjum getum við starfað, búið til pakka og skapað fleiri einstakar upplifanir?

Afhverju að gera þetta í samvinnu fyrir Arctic Coast Way?

 • Það er það sem er vinsælast á erlendum mörkuðum.
 • Það laðar að gesti og hvetur þá til að velja áfangastaðinn en ekki bara fyrirtækin.
 • Það hvetur gesti til þess að vera lengur á svæðinu og kaupa meira af þjónustu.
 • Það styður við sjálfbæra þróun.
 • Það setur áherslu á upplifanir sem eru ekki endilega vinsælastar
 • Það býr til hvata til þess að ferðast utan hánnatíma

Tímasetningarnar fyrir vinnustofurnar eru:

24.04.2018 Sauðárkrókur; 14.00-17.30

25.04.2018 Akureyri; 14.00-17.30 - Hótel Kjarnalundur

26.04.2018 Ásbyrgi; 14.00-17.30

Þátttökugjald: 2000 krónur á mann

Fyrir meiri upplýsingar um þróun á upplifunum, er bent á heimasíðu Markaðsstofunnar. Sérstaklega er fjallað um þennan hluta verkefnisins í Þriðju skýrslu sem hægt er að finna á þessari slóð:

https://www.northiceland.is/is/markadsstofan/acw

Hlökkum til að sjá þig í apríl!

 


Norðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Norðurlandi eru fjölmargir áhugaverðir bæir, stórir og smáir, þar sem mannlíf og atvinnulíf er fjölbreytt. Hver bær hefur sín sérkenni en öllum er sameiginlegt að taka vel á móti gestum. Fjölbreytt gisting, góðir veitingastaðir, blómstrandi menning og möguleikar til útivistar og afþreyingar eru alls staðar fyrir hendi. 

Skoðunarferðir um bæina eru því bæði skemmtilegar og fræðandi.

Skoða meira

Map Akureyri Hrafnagil Grímsey Raufarhöfn Kópasker Þórshöfn Bakkafjörður Húsavík Mývatn Laugar Svalbarðseyri Grenivík Hjalteyri Hauganes Árskógssandur Dalvík Hrísey Ólafsfjörður Siglufjörður Hofsós Hólar Varmahlíð Sauðárkrókur Skagaströnd Blöndós Hvammstangi Laugarbakki Borðeyri