Vestfirðir Vesturland Norðurland Austurland Suðurland Reykjanes Höfuðborgarsvæðið
Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Þriðja áfangaskýrsla Norðurstrandarleiðar komin út

Nú er þriðja áfangaskýrslan um Arctic Coast Way - Norðurstrandarleið komin út. Í skýrslunni er fjallað um þróun á upplifunum, en sú vinna er unnin í samstarfi við breska ráðgjafafyrirtækið Blue Sail.

Í vinnunni er öllum hagsmunaðilum boðið að taka þátt, með því að horfa á Norðurstrandarleið sem áfangastað; hvað er einstakt og frábrugðið öðrum áfangastöðum, hverjir eru styrkleikar Norðurlands og hvernig er hægt að skapa framúrskarandi upplifun sem keppir við það sem er í boði á hinum alþjóðlega markaði. Markmiðið er að ferðamenn skapi minningar sem fylgi þeim allt þeirra líf og ógleymanlegar sögur sem þeir segja og verða þannig talsmenn Norðurstrandarleiðar. Sérstakur þáttur í þessari vinnu verður þróun á matarupplifunum.

Við bjóðum öllum ferðaþjónustuaðilum við Norðurstrandarleið að taka þátt í þessu ferli, að færa þær vörur sem nú þegar eru í boði á leiðinni inn í stefnumarkandi og framúrskarandi upplifanir.

Hér má skoða skýrsluna.


Norðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Norðurlandi eru fjölmargir áhugaverðir bæir, stórir og smáir, þar sem mannlíf og atvinnulíf er fjölbreytt. Hver bær hefur sín sérkenni en öllum er sameiginlegt að taka vel á móti gestum. Fjölbreytt gisting, góðir veitingastaðir, blómstrandi menning og möguleikar til útivistar og afþreyingar eru alls staðar fyrir hendi. 

Skoðunarferðir um bæina eru því bæði skemmtilegar og fræðandi.

Skoða meira

Map Akureyri Hrafnagil Grímsey Raufarhöfn Kópasker Þórshöfn Bakkafjörður Húsavík Mývatn Laugar Svalbarðseyri Grenivík Hjalteyri Hauganes Árskógssandur Dalvík Hrísey Ólafsfjörður Siglufjörður Hofsós Hólar Varmahlíð Sauðárkrókur Skagaströnd Blöndós Hvammstangi Laugarbakki Borðeyri