Vestfirðir Vesturland Norðurland Austurland Suðurland Reykjanes Höfuðborgarsvæðið
Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Transavia selur flugsæti til og frá Akureyri

Hollenska flugfélagið Transavia hefur hafið beina sölu á flugsætum til Akureyrar frá Rotterdam, í ferðir sem farnar verða í sumar og næsta vetur. Þetta er í fyrsta sinn sem hollenskt flugfélag selur sjálft sæti í ferðir til Akureyrar, en flugið er tilkomið vegna ferða á vegum hollensku ferðaskrifstofunnar Voigt Travel sem býður upp á skipulögð ferðalög um Ísland frá Akureyri. Transavia selur hins vegar aðeins sætin, óháð Voigt Travel, og má því segja að í fyrsta sinn sé áætlunarflug í boði til og frá Akureyri til Hollands.

Ljóst er að þetta skapar gríðarleg tækifæri fyrir ferðaþjónustu á Norðurlandi, en einnig fyrir aðrar atvinnugreinar. Norðlendingar hafa nú enn fleiri tækifæri til að kaupa stök flugsæti til Rotterdam, en þessu til viðbótar selur Ferðaskrifstofa Akureyrar stök sæti, sem og pakkaferðir, til Rotterdam. Vert er að minnast á að frá Rotterdam er svo hægt að fljúga áfram til annnarra áfangastaða, en þeir skipta tugum.

Markaðsstofa Norðurlands fagnar þessum stóra áfanga, sem er árangur af áralöngu starfi Flugklasans AIR 66N sem Markaðsstofan heldur utan um. Það er mjög ánægjulegt að geta tilkynnt um aukna umferð um Akureyrarflugvöll og meiri sýnileika áfangastaðarins Norðurlands og auka þannig framboð á flugsætum til Íslands.


Norðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Norðurlandi eru fjölmargir áhugaverðir bæir, stórir og smáir, þar sem mannlíf og atvinnulíf er fjölbreytt. Hver bær hefur sín sérkenni en öllum er sameiginlegt að taka vel á móti gestum. Fjölbreytt gisting, góðir veitingastaðir, blómstrandi menning og möguleikar til útivistar og afþreyingar eru alls staðar fyrir hendi. 

Skoðunarferðir um bæina eru því bæði skemmtilegar og fræðandi.

Skoða meira

Map Akureyri Hrafnagil Grímsey Raufarhöfn Kópasker Þórshöfn Bakkafjörður Húsavík Mývatn Laugar Svalbarðseyri Grenivík Hjalteyri Hauganes Árskógssandur Dalvík Hrísey Ólafsfjörður Siglufjörður Hofsós Hólar Varmahlíð Sauðárkrókur Skagaströnd Blöndós Hvammstangi Laugarbakki Borðeyri