Vestfirðir Vesturland Norðurland Austurland Suðurland Reykjanes Höfuðborgarsvæðið
Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Uppskeruhátíð Markaðsstofu Norðurlands 2018

Skráning er hafin á Uppskeruhátíð Markaðsstofu Norðurlands. 2018

Hátíðin mun fara fram 18. október næstkomandi í Húnaþingi vestra.  Þátttökumet hefur verið slegið seinustu ár og við gerum ekki ráð fyrir breytingu á því svo það stefnir í góða hátíð.

Skráningarfrestur rennur út 10. október næstkomandi. Hér fyrir neðan má sjá tilboð í gistingu á svæðinu. 

Uppskeruhátíðin eru einungis fyrir samstarfsfyrirtæki MN. Kostnaður er 7.000kr per einstakling. Inn í gjaldinu er ferðalag dagsins, matur og drykkur að undanskildum drykkjum á lokahófi. Skráningargjald er innheimt 13. október og er ekki endurgreitt eftir það.  

Ferðin frá Akureyri hefst við Hof og er lagt af stað stundvíslega klukkan 08:15. Fyrir þá sem ætla að keyra sjálfir þá er upphafstaður fyrir vestan Hótel Laugarbakki kl 11:00 og verður veislu dagskrá þar líka um kvöldið.

Ekki verður boðið upp á rútu eftir hátíð að þessu sinni en rútur fara daginn eftir klukkan 09:30 frá Hótel Laugarbakka og sækja svo gesti á Gauksmýri og Dæli.

Skráning fer fram á þessari síðu: www.nordurland.is/uppskera

Tilboð á gistingu:

Hótel Laugarbakki (öll herbergi með baði) 

Bókun: hotel@laugarbakki.is

Eins manns herbergi    isk 10.000,- nóttin með morgunmat

Tveggja manna herbergi isk 13.000,- nóttin með morgunmat

Gauksmýri

Bókun: gauksmyri@gauksmyri.is

SGL herbergi með baði á 9.000 kr, með morgunmat

DBL herbergi með baði  á 11.000 kr, með morgunmat

Dæli

Bókun: daeli@daeli.is

SGL herbergi með baði, með morgunmat........................ 7.000 kr

DBL herbergi með baði, með morgunmat..................... 11.000 kr

Triple room með baði, með morgunmat.................... 16.500 kr

Ókeypis skutla frá gleðinni á Hótel Laugarbakka yfir á Dæli og Gauksmýri.


Norðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Norðurlandi eru fjölmargir áhugaverðir bæir, stórir og smáir, þar sem mannlíf og atvinnulíf er fjölbreytt. Hver bær hefur sín sérkenni en öllum er sameiginlegt að taka vel á móti gestum. Fjölbreytt gisting, góðir veitingastaðir, blómstrandi menning og möguleikar til útivistar og afþreyingar eru alls staðar fyrir hendi. 

Skoðunarferðir um bæina eru því bæði skemmtilegar og fræðandi.

Skoða meira

Map Akureyri Hrafnagil Grímsey Raufarhöfn Kópasker Þórshöfn Bakkafjörður Húsavík Mývatn Laugar Svalbarðseyri Grenivík Hjalteyri Hauganes Árskógssandur Dalvík Hrísey Ólafsfjörður Siglufjörður Hofsós Hólar Varmahlíð Sauðárkrókur Skagaströnd Blöndós Hvammstangi Laugarbakki Borðeyri