Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Fréttir

Ánægðir ferðamenn hafa jákvæð áhrif á orðspor og ímynd landsins til lengri tíma. Það er mikilvægt að stuðla að því að ferðaþjónustan dafni í sátt við samfélag og náttúru.

Ferðamenn hvattir til að ferðast um Ísland á ábyrgan hátt

Sumarherferð markaðsverkefnisins Inspired by Iceland er hafin þar sem aðaláherslan er að hvetja ferðamenn til að ferðast um landið með ábyrgum hætti. Það er gert með því að samþykkja loforð sem kallast „The Icelandic Pledge“ á vef Inspired by Iceland.
Lesa meira
Frá fyrsta fundi stýrihóps Arctic Coast Way eftir stækkun.

11 nýir í stýrihóp fyrir Arctic Coast Way

Stýrihópurinn fyrir verkefnið Arctic Coast Way hefur nú verið stækkaður, úr 7 meðlimum í 17 meðlimi. Annar áfangi verkefnisins er hafinn, en umsóknir í ýmsa sjóði um aukið fjármagn báru árangur. Meðlimir í stýrihópnum koma nú frá öllum þeim svæðum sem ferðamannavegurinn nær til og þeir starfa á mörgum sviðum sem snerta verkefnið.
Lesa meira
Málþing um sjókvíaeldi í Ólafsfirði

Málþing um sjókvíaeldi í Ólafsfirði

Fjallabyggð stendur fyrir málþingi um sjókvíaeldi. Málþingið verður haldið í Menningarhúsinu Tjarnarborg í Ólafsfirði föstudaginn 30. júní 2017 frá kl. 13:00 – 17:00.
Lesa meira
Hæfilegur fjöldi ferðamanna yfir sumartímann

Hæfilegur fjöldi ferðamanna yfir sumartímann

Meirihluti íbúa í Eyjafirði telur að ferðamenn í þeirra heimabyggð séu hæfilega margir yfir sumartímann en heldur fáir á veturna. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunarinnar „Eyfirðingurinn í hnotskurn“ sem Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri gerði á Eyjafjarðarsvæðinu.
Lesa meira
Rögnvaldur Már ráðinn í starf verkefnisstjóra Kjarnaveita

Rögnvaldur Már ráðinn í starf verkefnisstjóra Kjarnaveita

Í vetur var auglýst staða verkefnisstjóra fyrir Kjarnaveitur og útgáfu. Starfið felur í sér fjölbreytt verkefni í markaðssetningu og þróun á upplýsingaveitum fyrir ferðamenn. Í starfið var ráðinn Rögnvaldur Már Helgason og hóf hann störf um miðjan maí.
Lesa meira
Bjórböðin opnuð með pompi og prakt

Bjórböðin opnuð með pompi og prakt

Formleg opnun Bjórbaðanna á Árskógssandi var á fimmtudaginn 1. júní síðastliðinn. Undirbúningur hefur staðið yfir í þó nokkurn tíma og bygging húsanna hefur gengið vel í vetur. Óhætt er að segja að beðið hafi verið eftir þessum böðum með mikilli eftirvæntingu enda kom fjöldi fólks til að skoða það sem boðið er upp á.
Lesa meira
Ambassador býður upp á ferðir til Hríseyjar

Ambassador býður upp á ferðir til Hríseyjar

Hvalaskoðunarfyrirtækið Ambassador býður nú upp ferðir til Hríseyjar, fjóra daga vikunnar. Þessar ferðir verða farnar til móts við Grímseyjarferðir fyrirtækisins, sem eru á áætlun þrjá daga vikunnar. Siglt er á bátnum Arctic Circle klukkan 18:00 frá Torfunefsbryggju og komið til baka um 22:30.
Lesa meira
Unnur, Arngrímur, Sigríður, Edda, Sigríður, Tómas, Þórdís.

Þrír nýir aðalmenn í stjórn Markaðsstofunnar

Þrír nýir stjórnarmenn voru kjörnir í stjórn Markaðsstofu Norðurlands, á aðalfundi sem haldinn var á Hótel KEA þriðjudaginn 16. maí. Dagskrá fundarins var samkvæmt skipulagsskrá.
Lesa meira
Markaðsstofa Norðurlands

Aðalfundur Markaðsstofu Norðurlands 2017

Markaðsstofa Norðurlands Markaðsstofa Norðurlands boðar til aðalfundar þriðjudagurinn 16. maí 2017 kl 13-15. Fundurinn er haldinn á Hótel KEA.
Lesa meira
#skiiceland

Á skíðum skemmti ég mér - stóra Norðlenska skíðaferðin er afstaðin

Markaðsstofa Norðurlands ásamt skíðasvæðunum á Norðurlandi buðu 40 ferðaþjónustuaðilum í 5x skíðaferð í gegnum verkefnið Ski Iceland. Fimmtudaginn 7. apríl fóru 40 aðilar sem tengjast ferðaþjónustu beint og óbeint að skoða og prófa skíðasvæðin á Norðurlandi og tókst það vel til.
Lesa meira

Norðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Norðurlandi eru fjölmargir áhugaverðir bæir, stórir og smáir, þar sem mannlíf og atvinnulíf er fjölbreytt. Hver bær hefur sín sérkenni en öllum er sameiginlegt að taka vel á móti gestum. Fjölbreytt gisting, góðir veitingastaðir, blómstrandi menning og möguleikar til útivistar og afþreyingar eru alls staðar fyrir hendi. 

Skoðunarferðir um bæina eru því bæði skemmtilegar og fræðandi.

Skoða meira

Map Akureyri Hrafnagil Grímsey Raufarhöfn Kópasker Þórshöfn Bakkafjörður Húsavík Mývatn Laugar Svalbarðseyri Grenivík Hjalteyri Hauganes Árskógssandur Dalvík Hrísey Ólafsfjörður Siglufjörður Hofsós Hólar Varmahlíð Sauðárkrókur Skagaströnd Blöndós Hvammstangi Laugarbakki Borðeyri