Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Fréttir

Fyrsta flug Voigt Travel og Transavia til Akureyrar

Fyrsta flug Voigt Travel og Transavia til Akureyrar

Fyrsta ferð Transavia með ferðamenn á vegum Voigt Travel kom mánudaginn 27. maí frá Rotterdam. Þetta er fyrsta flugið af 16 hjá Transavia í sumar til höfuðstaðar Norðurlands. Við þetta tækifæri tilkynnti Cees van den Bosch, framkvæmdastjóri Voigt Travel að ákveðið hefði verið að fljúga frá flugvellinum á Akureyri til Amsterdam næsta vetur. Flogið yrði á mánudögum og föstudögum frá 14. febrúar. Farnar yrðu alls átta ferðir.
Lesa meira
Norðurstrandarleið einn besti áfangastaður Evrópu

Norðurstrandarleið einn besti áfangastaður Evrópu

Arctic Coast Way – Norðurstrandarleið var í dag valið á topp 10 lista yfir þá áfangastaði í Evrópu sem best er að heimsækja, að mati Lonely Planet sem er einn vinsælasti útgefandi ferðahandbóka í heiminum.
Lesa meira
Demantshringurinn

Markaðssetning á Demantshringnum - Umræðufundur

Viltu taka þátt í þróun á þessari fallegu ferðamannaleið? Fimmtudaginn 23. maí kl 13:00 – 15:00 á veitingahúsinu Sölku á Húsavík.
Lesa meira
Kynning á störfum Markaðsstofunnar frá aðalfundi

Kynning á störfum Markaðsstofunnar frá aðalfundi

Á aðalfundi Markaðsstofu Norðurlands var venju samkvæmt var farið yfir störf MN á síðasta ári. Hér að neðan má sjá upptöku frá þeirri kynningu .
Lesa meira
Lokaskýrsla um þróun upplifana birt

Lokaskýrsla um þróun upplifana birt

Lokaskýrsla Blue Sail um þróun upplifana á Arctic Coast Way/Norðurstrandarleið hefur nú verið birt. Í skýrslunni er að finna samantekt á því starfi sem hefur verið unnið í tengslum við þróun upplifana, en sú vinna fór fram í fimm þrepum frá því í nóvember 2017 og fram í október 2018.
Lesa meira
Samstarf um markaðssetningu Diamond Circle

Samstarf um markaðssetningu Diamond Circle

Markaðsstofa Norðurlands og Húsavíkurstofa hafa gert með sér samning um notkun á heitinu Diamond Circle sem er í eigu Húsavíkurstofu.
Lesa meira
Ný stjórn Markaðsstofu Norðurlands. Á myndina vantar Viggó Jónsson og Arngrím Arnarson.

Ný stjórn kosin á aðalfundi

Þrír stjórnarmenn voru kjörnir í stjórn Markaðsstofu Norðurlands, á aðalfundi sem haldinn var á Fosshótel Húsavík þriðjudaginn 7. maí. Dagskrá fundarins var samkvæmt skipulagsskrá, en fundargögn koma inn á vefsíðuna síðar.
Lesa meira
Transavia selur flugsæti til og frá Akureyri

Transavia selur flugsæti til og frá Akureyri

Hollenska flugfélagið Transavia hefur hafið beina sölu á flugsætum til Akureyrar frá Rotterdam, í ferðir sem farnar verða í sumar og næsta vetur.
Lesa meira
Vinnustofur Voigt Travel og MN í maí

Vinnustofur Voigt Travel og MN í maí

Hollenska ferðaskrifstofan Voigt Travel, sem mun hefja flugferðir beint til Akureyrar í lok maí, mun í samstarfi við Markaðsstofu Norðurlands og Flugklasann Air 66N halda vinnustofur á Akureyri í maí. Vinnustofurnar eru ætlaðar þeim ferðaþjónustufyrirtækjum sem vilja læra um hollenska ferðamenn og styrkja kynni sín við Voigt Travel. Skilyrði fyrir þátttöku er að fyrirtækið sé samstarfsfyrirtæki MN.
Lesa meira
Vorráðstefna MN 2019 - „Okkar Áfangastaður“

Vorráðstefna MN 2019 - „Okkar Áfangastaður“

Vorráðstefna Markaðsstofu Norðurlands verður haldin á Fosshótel Húsavík, þriðjudaginn 7. maí næstkomandi, frá 13-15:00. Heiti ráðstefnunnar að þessu sinni er „Okkar Áfangastaður“ og verður þar fjallað um þrjú viðamikil verkefni hjá Markaðsstofunni.
Lesa meira

Norðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Norðurlandi eru fjölmargir áhugaverðir bæir, stórir og smáir, þar sem mannlíf og atvinnulíf er fjölbreytt. Hver bær hefur sín sérkenni en öllum er sameiginlegt að taka vel á móti gestum. Fjölbreytt gisting, góðir veitingastaðir, blómstrandi menning og möguleikar til útivistar og afþreyingar eru alls staðar fyrir hendi. 

Skoðunarferðir um bæina eru því bæði skemmtilegar og fræðandi.

Skoða meira

Map Akureyri Hrafnagil Grímsey Raufarhöfn Kópasker Þórshöfn Bakkafjörður Húsavík Mývatn Laugar Svalbarðseyri Grenivík Hjalteyri Hauganes Árskógssandur Dalvík Hrísey Ólafsfjörður Siglufjörður Hofsós Hólar Varmahlíð Sauðárkrókur Skagaströnd Blöndós Hvammstangi Laugarbakki Borðeyri