Vestfirðir Vesturland Norðurland Austurland Suðurland Reykjanes Höfuðborgarsvæðið
Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Fréttir

Sumarferðum Voigt Travel lokið - vetrarferðir framundan

Sumarferðum Voigt Travel lokið - vetrarferðir framundan

Flugvél Transavia sótti í dag hóp ferðamanna sem hafa dvalið á Norðurlandi undanfarna daga, þann síðasta sem ferðast hingað með ferðaskrifstofunni Voigt Travel í sumar. Alls hefur ferðaskrifstofan staðið fyrir 16 ferðum til Akureyrar í sumar, í beinu flugi frá Rotterdam og almennt hafa ferðalangarnir verið mjög ánægðir með alla þá þjónustu sem þeir hafa nýtt sér og ferðalagið sjálft.
Lesa meira
Uppskeruhátíð ferðaþjónustu á Norðurlandi - Skráning

Uppskeruhátíð ferðaþjónustu á Norðurlandi - Skráning

Hátíðinni hefur verið frestað til 30. október. Hátíðin mun fara fram 24. október næstkomandi í Hörgársveit, Hjalteyri, Hauganesi og Árskógsströnd. Þátttökumet hefur verið slegið seinustu ár og við gerum ekki ráð fyrir breytingu á því svo það stefnir í góða hátíð.
Lesa meira
Ferðamaður framtíðarinnar

Ferðamaður framtíðarinnar

Markaðsstofur landshlutanna í samstarfi við Ferðamálastofu bjóða til ráðstefnu um strauma og stefnur í ferðamálum framtíðarinnar.
Lesa meira
Norðurstrandarleið formlega opnuð

Norðurstrandarleið formlega opnuð

Norðurstrandarleið, eða Arctic Coast Way á ensku, var í dag formlega opnuð á Hvammstanga og Bakkafirði. Leiðin hefur verið í þróun í meira en þrjú ár og því afar ánægjulegt að þessum áfanga hafi verið náð í dag.
Lesa meira
North Iceland Official Tourist Guide kominn út

North Iceland Official Tourist Guide kominn út

Bókin okkar, North Iceland Official Tourist Guide, er nú komin út og búið er að dreifa henni á langflestar upplýsingamiðstöðvar á Norðurlandi. Það sama á við sumarkortin, en á því korti er Norðurstrandarleið kyrfilega merkt inn og því ætti að vera nokkuð þægilegt að útskýra hvar hún liggur.
Lesa meira
Kynningarfundir ferðamálaráðherra 3. og 5. júní

Kynningarfundir ferðamálaráðherra 3. og 5. júní

Á haustmánuðum 2017 ákvað ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra að ráðast í viðamikið verkefni um viðmið sjálfbærni vegna fjölda ferðamanna á Íslandi m.t.t. innviða og samfélags. Slíkt verkefni hefur ekki verið unnið áður á landsvísu sem gerir það einstakt á heimsvísu. Fyrsta áfanga verkefnisins lauk haustið 2018 með skilgreiningu hátt í sjötíu vísa um sjálfbærni út frá efnahagslegum, umhverfislegum og samfélagslegum þáttum, í því skyni að leggja mat á hversu mörgum ferðamönnum er hægt að taka á móti á Íslandi.
Lesa meira
Fyrsta flug Voigt Travel og Transavia til Akureyrar

Fyrsta flug Voigt Travel og Transavia til Akureyrar

Fyrsta ferð Transavia með ferðamenn á vegum Voigt Travel kom mánudaginn 27. maí frá Rotterdam. Þetta er fyrsta flugið af 16 hjá Transavia í sumar til höfuðstaðar Norðurlands. Við þetta tækifæri tilkynnti Cees van den Bosch, framkvæmdastjóri Voigt Travel að ákveðið hefði verið að fljúga frá flugvellinum á Akureyri til Amsterdam næsta vetur. Flogið yrði á mánudögum og föstudögum frá 14. febrúar. Farnar yrðu alls átta ferðir.
Lesa meira
Norðurstrandarleið einn besti áfangastaður Evrópu

Norðurstrandarleið einn besti áfangastaður Evrópu

Arctic Coast Way – Norðurstrandarleið var í dag valið á topp 10 lista yfir þá áfangastaði í Evrópu sem best er að heimsækja, að mati Lonely Planet sem er einn vinsælasti útgefandi ferðahandbóka í heiminum.
Lesa meira
Demantshringurinn

Markaðssetning á Demantshringnum - Umræðufundur

Viltu taka þátt í þróun á þessari fallegu ferðamannaleið? Fimmtudaginn 23. maí kl 13:00 – 15:00 á veitingahúsinu Sölku á Húsavík.
Lesa meira
Kynning á störfum Markaðsstofunnar frá aðalfundi

Kynning á störfum Markaðsstofunnar frá aðalfundi

Á aðalfundi Markaðsstofu Norðurlands var venju samkvæmt var farið yfir störf MN á síðasta ári. Hér að neðan má sjá upptöku frá þeirri kynningu .
Lesa meira

Norðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Norðurlandi eru fjölmargir áhugaverðir bæir, stórir og smáir, þar sem mannlíf og atvinnulíf er fjölbreytt. Hver bær hefur sín sérkenni en öllum er sameiginlegt að taka vel á móti gestum. Fjölbreytt gisting, góðir veitingastaðir, blómstrandi menning og möguleikar til útivistar og afþreyingar eru alls staðar fyrir hendi. 

Skoðunarferðir um bæina eru því bæði skemmtilegar og fræðandi.

Skoða meira

Map Akureyri Hrafnagil Grímsey Raufarhöfn Kópasker Þórshöfn Bakkafjörður Húsavík Mývatn Laugar Svalbarðseyri Grenivík Hjalteyri Hauganes Árskógssandur Dalvík Hrísey Ólafsfjörður Siglufjörður Hofsós Hólar Varmahlíð Sauðárkrókur Skagaströnd Blöndós Hvammstangi Laugarbakki Borðeyri