Vestfirðir Vesturland Norðurland Austurland Suðurland Reykjanes Höfuðborgarsvæðið
Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Fréttir

Áfangastaðaáætlanir kynntar á fundi Ferðamálastofu

Áfangastaðaáætlanir kynntar á fundi Ferðamálastofu

Þann 15. nóvember 2018 mun Ferðamálastofa halda kynningu á áfangastaðaáætlunum. Fundurinn verður haldinn á Hótel Sögu í Reykjavík kl. 13-16.
Lesa meira
Frábær Uppskeruhátíð í Húnaþingi vestra

Frábær Uppskeruhátíð í Húnaþingi vestra

Uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar á Norðurlandi fór fram í gær í Húnaþingi vestra og óhætt er að segja að hún hafi verið frábær. Húnvetningar tóku vel á móti kollegum sínum í ferðaþjónustu og farið var í heimsóknir til ýmissa fyrirtækja á svæðinu og nýr útsýnispallur við Kolugljúfur var sömuleiðis skoðaður. Um kvöldið var svo haldin vegleg veisla í veislusalnum á Hótel Laugarbakka, þar sem dansinn dunaði fram eftir nóttu.
Lesa meira
Ísjaki í Eyjafirði

Ísjaki í Eyjafirði

Borgarísjaki sást í Eyjafirði í gær, rétt norðaustan við Hrólfssker. Jakinn varð strax aðdráttarafl þeirra sem fóru í hvalaskoðun og vakti mikla athygli. Í frétt RÚV kemur fram að talið sé að jakinn sé um 20 metra hár, sem þýðir að hann gæti náð niður á allt að 200 metra dýpi.
Lesa meira
Fréttaskot í september

Fréttaskot í september

Vestnorden er á næsta leiti, sömuleiðis Uppskeruhátíðin og skráning meðlima í Arctic Coast Way hefst í október.
Lesa meira
Uppskeruhátíð Markaðsstofu Norðurlands 2018

Uppskeruhátíð Markaðsstofu Norðurlands 2018

Skráning er hafin á Uppskeruhátíð Markaðsstofu Norðurlands. 2018 Hátíðin mun fara fram 18. október næstkomandi í Húnaþingi vestra. Þátttökumet hefur verið slegið seinustu ár og við gerum ekki ráð fyrir breytingu á því svo það stefnir í góða hátíð.
Lesa meira
Ný dagsetning Local Food Festival

Ný dagsetning Local Food Festival

Vegna anna og eindregna óska frá greininni hefur verið tekin ákvörðun um nýja dagsetningu á Local Food Festival, sem haldin verður laugardaginn 16.mars 2019.
Lesa meira
Super Break auglýsir Norðurland í bresku sjónvarpi

Super Break auglýsir Norðurland í bresku sjónvarpi

Breska ferðaskrifstofan Super Break hóf í dag sýningar á nýrri sjónvarpsauglýsingu, þar sem ferðir með beinu flugi á Norðurland eru auglýstar.
Lesa meira
Síðasti vinnufundur með Blue Sail 12. september

Síðasti vinnufundur með Blue Sail 12. september

Frá síðastliðnu hausti hefur breska ráðgjafafyrirtækið Blue Sail verið verkefnastjóra og stýrihópi Norðurstrandarleiðar/Arctic Coast Way til halds og trausts við vinnu á hönnun upplifana fyrir og aðstoðað okkur við að tryggja að hægt verði að bjóða upp á úrval „einstakra upplifana” eða svokallaðra „Hero Experiences” þegar ferðamannaleiðin verður afhjúpuð sumarið 2019.
Lesa meira
Askja er mikilvægur hluti af ferðaþjónustu á Norðurlandi og hennar umhverfi

Kynningarfundur vegna áforma um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu

Fundir á Hvammstanga og Þingeyjarsveit næstu daga.
Lesa meira
Þátttökuskilyrði fyrir ACW kynnt

Þátttökuskilyrði fyrir ACW kynnt

Skilyrði fyrir þátttöku í verkefninu Arctic Coast Way (ACW) hafa nú verið betur skilgreind frá því að hugmyndir um þau voru fyrst kynnt í febrúar árið 2017. Verkefnið er í sífelldri mótun og þróun en skilyrðin eru nú betur sniðin að þörfum verkefnisins en áður.
Lesa meira

Norðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Norðurlandi eru fjölmargir áhugaverðir bæir, stórir og smáir, þar sem mannlíf og atvinnulíf er fjölbreytt. Hver bær hefur sín sérkenni en öllum er sameiginlegt að taka vel á móti gestum. Fjölbreytt gisting, góðir veitingastaðir, blómstrandi menning og möguleikar til útivistar og afþreyingar eru alls staðar fyrir hendi. 

Skoðunarferðir um bæina eru því bæði skemmtilegar og fræðandi.

Skoða meira

Map Akureyri Hrafnagil Grímsey Raufarhöfn Kópasker Þórshöfn Bakkafjörður Húsavík Mývatn Laugar Svalbarðseyri Grenivík Hjalteyri Hauganes Árskógssandur Dalvík Hrísey Ólafsfjörður Siglufjörður Hofsós Hólar Varmahlíð Sauðárkrókur Skagaströnd Blöndós Hvammstangi Laugarbakki Borðeyri