Vestfirðir Vesturland Norðurland Austurland Suðurland Reykjanes Höfuðborgarsvæðið
Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Íslendingar stefna norður

Þann 3. febrúar næstkomandi, frá 10:00 – 11:30, býður Markaðsstofa Norðurlands til fundar og vinnustofu með samstarfsfyrirtækjum sínum þar sem rætt verður um markhópinn íslenska ferðamenn. Á síðasta ári ferðuðust Íslendingar innanlands sem aldrei fyrr og voru langstærsti hlutinn af viðskiptavinum ferðaþjónustufyrirtækja. Þetta er nýr veruleiki og útlit er fyrir að næsta sumar verði staðan áfram sú að Íslendingar verði einna stærsti hluti viðskiptavina. Því er mikilvægt að samstarfsfyrirtæki MN verði vel undirbúin og tilbúin að taka á móti löndum sínum. Í lok fundar verður stutt vinnustofa þar sem fundargestir taka þátt í verkefnavinnu og umræðum.

Boð á Zoom fund verður sent á þetta netfang.
captcha

Norðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Norðurlandi eru fjölmargir áhugaverðir bæir, stórir og smáir, þar sem mannlíf og atvinnulíf er fjölbreytt. Hver bær hefur sín sérkenni en öllum er sameiginlegt að taka vel á móti gestum. Fjölbreytt gisting, góðir veitingastaðir, blómstrandi menning og möguleikar til útivistar og afþreyingar eru alls staðar fyrir hendi. 

Skoðunarferðir um bæina eru því bæði skemmtilegar og fræðandi.

Skoða meira

Map Akureyri Eyjafjarðarsveit Grímsey Raufarhöfn Kópasker Þórshöfn Bakkafjörður Húsavík Mývatn Laugar Svalbarðseyri Grenivík Hjalteyri Hauganes Árskógssandur Dalvík Hrísey Ólafsfjörður Siglufjörður Hofsós Hólar Varmahlíð Sauðárkrókur Skagaströnd Blöndós Hvammstangi Laugarbakki Borðeyri