Flýtilyklar
Helstu verkefni
Helstu verkefni
- Að taka þátt í að móta og styrkja ímynd Norðurlands sem ferðamannasvæðis.
- Að vinna með ferðaþjónustufyrirtækjum og ferðamálafulltrúum á Norðurlandi.
- Að mynda tengsl við upplýsingamiðstöðvar og samræma upplýsingagjöf til ferðamanna.
- Að aðstoða hagsmunaaðila við að setja saman, samræma og markaðssetja nýjungar og viðburði innan svæðisins, leita uppi markhópa og aðstoða við markaðssetningu.
- Að hvetja til nýsköpunar í ferðaþjónustu á svæðinu, veita aðstoð og ráðgjöf.
- Halda námskeið fyrir stjórnendur og starfsfólk ferðaþjónustunnar á ýmsum sviðum markaðsmála og vöruþróunar.
- Að kynna Norðurland í gegnum vefinn og samfélagsmiðlana, með útgáfu bæklinga og þátttöku í vinnufundum, sýningum og markaðsverkefnum innanlands og erlendis.
- Að koma að helstu þróunarverkefnum ferðaþjónustunnar á Norðurlandi á hverjum tíma.