Vestfirðir Vesturland Norðurland Austurland Suðurland Reykjanes Höfuðborgarsvæðið
Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Stefna og ímynd

Stefna og ímynd

Markaðsstofa Norðurlands

Markaðsstofa Norðurlands (MN) er samstarfsvettvangur Norðurlands í ferðamálum. MN vinnur að samræmingu markaðs- og kynningarmála í ferðaþjónustu fyrir Norðurland fyrir ferðaþjónustufyrirtæki og sveitarfélög á Norðurlandi gagnvart innlendum og erlendum ferðamönnum. Helsta hlutverk MN er að stuðla að auknu samstarfi ferðaþjónustu og sveitarfélaga í landshlutanum í þeim tilgangi að fjölga ferðamönnum á svæðinu og lengja dvöl þeirra.

MN hefur starfað frá árinu 2003 þegar hún var stofnuð undir heitinu Markaðsstofa ferðamála á Norðurlandi og var í eigu Ferðamálasamtaka Norðurlands eystra og Norðurlands vestra. Markaðsstofu ferðamála á Norðurlandi (MFN) ehf. hætti rekstri um áramótin 2011/2012, og í desember 2011 var sjálfseignarstofnunin Markaðsstofa Norðurlands (MN) stofnuð, af eigendum MFN ehf. Öll gögn, eignir og skuldir  MFN ehf gengu inn í hið nýja félag.

Á Norðurlandi eru 19 sveitarfélög aðilar að MN auk þess sem tekjur koma frá ríkissjóði, Ferðamálastofu og samstarfsfyrirtækjum í ferðaþjónustu.
 

Hlutverk

 • Að taka þátt í að móta og styrkja ímynd Norðurlands sem ferðamannasvæðis.
 • Að vinna með ferðaþjónustufyrirtækjum og ferðamálafulltrúum á Norðurlandi.
 • Að mynda tengsl við upplýsingamiðstöðvar og samræma  upplýsingagjöf til ferðamanna.
 • Að aðstoða hagsmunaaðila við að setja saman, samræma og markaðssetja nýjungar og  viðburði innan svæðisins, leita uppi markhópa og aðstoða við markaðssetningu.
 • Að hvetja til nýsköpunar í ferðaþjónustu á svæðinu, veita aðstoð og ráðgjöf.
 • Halda námskeið fyrir stjórnendur og starfsfólk ferðaþjónustunnar á ýmsum sviðum markaðsmála og vöruþróunar
 • Að kynna Norðurland í gegnum vefinn og samfélagsmiðlana, með útgáfu bæklinga og  þátttöku í vinnufundum, sýningum og  markaðsverkefnum innanlands og erlendis.
 • Að koma að helstu þróunarverkefnum ferðaþjónustunnar á Norðurlandi á hverjum tíma
   

Gildi

Þau gildi sem liggja til grundvallar allri starfsemi Markaðsstofu Norðurlands eru:

 • Fagmennska
 • Samstarf
 • Framsýni
   

Framtíðarsýn

Framtíðarsýn Markaðsstofu Norðurlands er að fyrirtækið verði þekkt vörumerki í markaðssetningu ferðamála og sameiningartákn fyrir Norðurland. Markaðsstofan verði leiðandi í markaðssetningu með áherslu á nýsköpun og þróunarstarf í markaðsmálum. MN verði sjálfstætt fyrirtæki sem hefur á að skipa sérfræðingum sem geta boðið ferðaþjónustufyrirtækjum og ferðaskrifstofum aðstoð, ráðgjöf og þjónustu í markaðsmálum.
 

Langtímamarkmið

 • Að byggja upp sterka ímynd af Norðurlandi sem ákjósanlegu ferðamannasvæði
 • Að fjölga ferðamönnum á Norðurlandi
 • Að lengja dvöl ferðamanna á Norðurlandi
 • Fjölgun samstarfsfyrirtækja
 • Aukin sjálfbærni í rekstri
 • Að 75% fyrirtækja í ferðaþjónustu á Norðurlandi séu í samstarfi við MN árið 2018
 • Að það teljist gæðastimpill fyrir ferðaþjónustufyrirtæki að vera í samstarfi við MN
 • Að ferðaþjónustufyrirtæki séu vel upplýst og meðvituð um starfsemi MN og hlutverk
 • Að öll sveitarfélög á Norðurlandi séu þátttakendur í MN
 • Að efla fræðslu og nýsköpun í ferðaþjónustu
   

Skammtímamarkmið

 • Að samstarfsfyrirtæki verði orðin 180 fyrir lok árs 2015 og 200 fyrir lok árs 2016
 • Að koma upplýsingum um starfsemi og hlutverk MN til allra ferðaþjónustufyrirtækja á Norðurlandi
 • Að koma á námskeiðum í samstarfi við SAF og Símenntunarmiðstöðvar
 • Að auka áherslu á markaðssetningu á netinu
 • Að koma á reglulegum samráðsfundum með ferðamálafulltrúum

Ímynd Norðurlands

Kyrrð Orka og Töfrar

Ráðstefna á vegum Markaðsstofu ferðamála á Norðurlandi um ímynd Norðurlands var haldin í febrúar 2011.

Ímynd Norðurlands er aðeins hægt að skapa með því að styðja við, bæta og viðhalda ákveðinni ímynd sem á sér djúpar rætur í huga fólks og er ekta. Ímyndin er því þegar til í huga ferðamannsins og greiningarvinnan snýst um að finna hana. Þegar búið var að flokka og greina vinnu hópanna sem tóku þátt kom fram sú niðurstaða að þau orð sem lýstu kjarnanum í ímynd Norðurlands væru kyrrðorka og töfrar.stefnunnar var að skoða, ræða og skilgreina ímynd Norðurlands og kalla eftir nýjum hugmyndum og áherslum í markaðssetningu svæðisins. Alls tóku um 200 manns allsstaðar að af landinu þátt í ráðstefnunni sem samanstóð af fyrirlestrum og vinnuhópum.

Þessi hugtök samþætta gildi, menningu og eiginleika Norðurlands. Skilaboð sem miðlað er um svæðið varðandi afþreyingu, fólk, menningu og náttúru ættu að öll að taka mið af þessum hugtökum til að styðja við ímyndina. Leggja þarf áherslu á að ferðamaðurinn upplifi þetta hvar sem hann er á Norðurlandi og hvað sem hann tekur sér fyrir hendur.

Á ráðstefnunni tóku vinnuhóparnir einnig fyrir þær aðgerðir sem taldar væru mikilvægastar varðandi kynningu á ímynd Norðurlands. Niðurstöðurnar eru að þessar aðgerðir séu mikilvægastar:

 1. Samvinna
 2. Sameiginleg og öflug markaðssókn
 3. Fræðsla, rannsóknir og eftirfylgni

Sérkenni Norðurlands, það sem aðgreinir það frá öðrum svæðum í heiminum og skapar aðdráttarafl kom einnig fram í niðurstöðum ráðstefnunnar. Segull svæðisins er Mývatnssvæðið og upplifun ferðamannsins á þessu svæði sem er einstakt í heiminum.

Norðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Norðurlandi eru fjölmargir áhugaverðir bæir, stórir og smáir, þar sem mannlíf og atvinnulíf er fjölbreytt. Hver bær hefur sín sérkenni en öllum er sameiginlegt að taka vel á móti gestum. Fjölbreytt gisting, góðir veitingastaðir, blómstrandi menning og möguleikar til útivistar og afþreyingar eru alls staðar fyrir hendi. 

Skoðunarferðir um bæina eru því bæði skemmtilegar og fræðandi.

Skoða meira

Map Akureyri Eyjafjarðarsveit Grímsey Raufarhöfn Kópasker Þórshöfn Bakkafjörður Húsavík Mývatn Laugar Svalbarðseyri Grenivík Hjalteyri Hauganes Árskógssandur Dalvík Hrísey Ólafsfjörður Siglufjörður Hofsós Hólar Varmahlíð Sauðárkrókur Skagaströnd Blöndós Hvammstangi Laugarbakki Borðeyri