Fara í efni

Blönduósbær

Verkefni 1: Hrútey
Að klára þriðja og síðasta áfanga á uppbyggingu aðstöðu við náttúruperluna Hrútey, við Blönduós. Lokið er við að setja nýja brú yfir í Hrútey, og bæta allt aðgengi með götum og stígum í og við eyjuna fögru.

Verkefni 2: Gamli Bærinn
Að vekja athygli á "Gamla bænum" á Blönduósi sem er sunnan Blöndu, og hefur mikið aðdráttarafl fyrir innlenda og erlenda ferðamenn sem eiga leið um svæðið. Sá hluti hefur verið skilgreindur sem verndarsvæði í byggð, enda byggst upp frá 1876 og haldið sér nokkuð vel.

Verkefni 3: Gönguleiðir við Blöndu
Að bæta göngustígakerfi meðfram ánni Blöndu og tengja það við bæði ósinn og útivistarsvæðið í Hrútey. Einnig að lagfæra og tengja sama gönguleiðir frá Blöndubrú að "Gamla bænum" sunnan árinnar Blöndu við Blönduós.

Verkefni 4: Bolabás
Að vekja athygli á áhugaverðri gönguleið, sem er út með Húnaflóa með frábært útsýni yfir til Strandafjalla, ásamt því að í fjörunni eru stein-strýtur, fuglalíf og selir. Gæti einnig nýst sem fjallahjólaleið, um kindastíga.

Verkefni 5: Hringsjá
Lagfæra og festa í sessi útsýnisstað með hringsjá, sem er staðsettur í göngufjarlægð frá "Gamla bænum" á Blönduósi og bíður uppá miðnætursólarupplifun við Húnaflóa. Verkefnið styður vel við endurlifgun á "Gamla bænum" sem skilgreindur er sem verndarsvæði í byggð.