Fara í efni
Húnabyggð

Húnabyggð

2022 sameinuðust Húnavatnshreppur og Blönduós undir nafni Húnabyggðar. Vegna þess hversu nýlega sameiningin hafði orðið þegar áfangastaðaáætlun var uppfærð var ekki gerð krafa um niðurskurð á forgangsverkefnum og er þeim hér skipt eftir sveitarfélögunum eins og þau voru þegar áætlunin var upphaflega sett upp.

Húnavatnshreppur

Verkefni 1: Gullsteinn

Uppbygging áningarstaðs - tryggja öryggi og aðgengi ferðamanna, vernda landið. Gullsteinn er við þjóðveg 1 rétt hjá Stóru-Giljá. Þaðan var fyrsti kristinboðinn á Íslandi, Þorvaldur Koðránsson hinn víðförli. Hann ferðaðist um landið nokkru fyrir árið 1000 með saxneskum biskupi, sem Friðrik hét, og boðaði kristna trú. Þeir höfðu ekki erindi sem erfiði.

Verkefni 2: Foss í Vatnsdal – Fossinn í Fossagili

Uppbygging áningarstaðar, tryggja öryggi og aðgengi ferðamanna. Fosinn er í aðeins um 8 mín akstri frá þjóðvegi 1 í Vatnsdal og er afskaplega fallegur. Þó fossinn sé ekki kraftmikill er hann stórfenglegur þar sem hann rennur í gegnum hátt stuðlaberg niðrí Vatnsdal. Helstu verkliðir eru að byggja bílastæði og leggja göngustíga.

Verkefni 3: Ólafslundur

Koma í veg fyrir skemmdir á landi, auka þjónustu við ferðamenn með salernum. Ólafslundur er áningastaður við þjóðveg 1 og Þingeyrarveg, Ólafslundur er skógarreitur sem hefur haft mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn að stoppa á

Verkefni 4: Þrándarhlíðarfjall

Uppbygging staðarins og bæta þjónustu og upplýsingar. Þrándarhlíðarfjall er 929 m yfir sjó, og er staðsett í Svartárdal. Þaðan er útsýni í 360 gráður og sést allt til Vatnajökuls. Á fjallinu þar sem það er hæðst er stórt fjarskiptahús sem nauðsynlegt er að reisa útsýnispall ofan á sem sýnir á skiltum hvert menn eru að horfa. Er þessi staður einstakur á landinu, hvað víðsýni varðar.

Verkefni 5: Vatnsdæla saga

Uppfærsla á sögustöðum - bætt þjónusta og upplýsingar. Stutt lýsing: Vatnsdælu saga telst til íslendingasagna. Vatnsdælu saga er ættarsaga sem hefst um árið 900 og nær til 1100 aldar. Talið er að sagan hafi verið skrifuð á 13 öld.

 

Blönduós

Verkefni 1: Hrútey

Að klára þriðja og síðasta áfanga á uppbyggingu aðstöðu við náttúruperluna Hrútey, við Blönduós. Lokið er við að setja nýja brú yfir í Hrútey, og bæta allt aðgengi með götum og stígum í og við eyjuna fögru.

Verkefni 2: Gamli Bærinn

Að vekja athygli á "Gamla bænum" á Blönduósi sem er sunnan Blöndu, og hefur mikið aðdráttarafl fyrir innlenda og erlenda ferðamenn sem eiga leið um svæðið. Sá hluti hefur verið skilgreindur sem verndarsvæði í byggð, enda byggst upp frá 1876 og haldið sér nokkuð vel.

Verkefni 3: Gönguleiðir við Blöndu

Að bæta göngustígakerfi meðfram ánni Blöndu og tengja það við bæði ósinn og útivistarsvæðið í Hrútey. Einnig að lagfæra og tengja sama gönguleiðir frá Blöndubrú að "Gamla bænum" sunnan árinnar Blöndu við Blönduós.

Verkefni 4: Bolabás

Að vekja athygli á áhugaverðri gönguleið, sem er út með Húnaflóa með frábært útsýni yfir til Strandafjalla, ásamt því að í fjörunni eru stein-strýtur, fuglalíf og selir. Gæti einnig nýst sem fjallahjólaleið, um kindastíga.

Verkefni 5: Hringsjá

Lagfæra og festa í sessi útsýnisstað með hringsjá, sem er staðsettur í göngufjarlægð frá "Gamla bænum" á Blönduósi og bíður uppá miðnætursólarupplifun við Húnaflóa. Verkefnið styður vel við endurlifgun á "Gamla bænum" sem skilgreindur er sem verndarsvæði í byggð.