Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Ak Extreme

Hátíðin var fyrst haldin árið 2002 sem partur af hugmynd að búa til snjóbrettahátíð á Akureyri.
Hátíðin stendur i þrjá daga og er sett á fimmtudegi og lýkur á sunnudegi. Aðal viðburðurinn er keppni og sýning sem fram fer í gilinu (Kaupvangsstræti) á Akureyri á snjóbrettapalli þar sem 15 - 20 bestu iðkendur á Íslandi fá að spreyta sig. Einnig verður boðið upp á keppni á Ráðhústorgi.
Tónlistarviðburðir verða einnig á vegum hátíðarinnar alla dagana á Græna hattinum, Café Akureyri og Pósthúsbarnum.

Nánari upplýsingar og dagskrá hátíðarinnar má finna á www.facebook.com/akxtreme og www.akextreme.is

www.akextreme.is

Norðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Norðurlandi eru fjölmargir áhugaverðir bæir, stórir og smáir, þar sem mannlíf og atvinnulíf er fjölbreytt. Hver bær hefur sín sérkenni en öllum er sameiginlegt að taka vel á móti gestum. Fjölbreytt gisting, góðir veitingastaðir, blómstrandi menning og möguleikar til útivistar og afþreyingar eru alls staðar fyrir hendi. 

Skoðunarferðir um bæina eru því bæði skemmtilegar og fræðandi.

Skoða meira

Map Akureyri Hrafnagil Grímsey Raufarhöfn Kópasker Þórshöfn Bakkafjörður Húsavík Mývatn Laugar Svalbarðseyri Grenivík Hjalteyri Hauganes Árskógssandur Dalvík Hrísey Ólafsfjörður Siglufjörður Hofsós Hólar Varmahlíð Sauðárkrókur Skagaströnd Blöndós Hvammstangi Laugarbakki Borðeyri