Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Iceland Airwaves á Akureyri 2017

Iceland Airwaves á Akureyri 2017

Það gleður okkur hjá IA tónlistarhátíð að tilkynna að Iceland Airwaves verður haldin á Akureyri auk Reykjavíkur á næsta ári. Stefnt er að því að nota 2 til 3 tónleikastaði á Akureyri og að fram komi á bilinu 20 til 26 innlend og erlend tónlistaratriði. Jafnframt verða utandagskrártónleikar í bænum (off-venue) á völdum stöðum.

Icelandair (http://www.icelandair.is/) , stofnaðili hátíðarinnar, í samstarfi við Flugfélag Íslands (https://www.flugfelag.is/) mun bjóða upp á ferðapakka fyrir erlenda gesti sem geta þannig byrjað dvöl sína á Akureyri og endað í Reykjavík. Flogið verður beint frá Keflavík til Akureyrar. Akureyrarpakkarnir fara í sölu von bráðar. Almenn miðasala hefst miðvikudaginn 1. febrúar og verður boðið upp á þrjár gerðir af miðum:

1)   Almennur miði – eitt armband sem gildir á alla viðburði hátíðarinnar.

2)   Akureyrarmiði – eitt armband sem gildir á alla viðburði hátíðarinnar á Akureyri.

3)   Akureyri plús viðbót – eitt armband sem gildir á alla viðburði hátíðarinnar á Akureyri og alla viðburði hátíðarinnar í Reykjavík dagana 4. og 5. nóvember.

Iceland Airwaves tónlistarhátíðin verður haldin í 19. skipti dagana 1. til 5. nóvember 2017. Að venju mun hátíðin fara fram á 13 tónleikastöðum í miðbæ Reykjavíkur og bætist nú Akureyri við sem er okkur mikið ánægjuefni.

Markmið Iceland Airwaves hafa frá upphafi verið:

a)    Halda frábæra tónlistarhátíð

b)   Fjölga ferðamönnum utan háannatíma á Íslandi

c)    Að efla útflutning íslenskrar tónlistar

Auk Icelandair eru Flugfélag Íslands og Icelandair Hotels helstu styrktaraðilar Iceland Airwaves á Akureyri.

bestu kveðjur

Iceland Airwaves

Nánari upplýsingar veitir Henny María Frímannsdóttir, henny@icelandairwaves.is (mailto:kamilla@icelandairwaves.is) og í síma 893 3183.

Norðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Norðurlandi eru fjölmargir áhugaverðir bæir, stórir og smáir, þar sem mannlíf og atvinnulíf er fjölbreytt. Hver bær hefur sín sérkenni en öllum er sameiginlegt að taka vel á móti gestum. Fjölbreytt gisting, góðir veitingastaðir, blómstrandi menning og möguleikar til útivistar og afþreyingar eru alls staðar fyrir hendi. 

Skoðunarferðir um bæina eru því bæði skemmtilegar og fræðandi.

Skoða meira

Map Akureyri Hrafnagil Grímsey Raufarhöfn Kópasker Þórshöfn Bakkafjörður Húsavík Mývatn Laugar Svalbarðseyri Grenivík Hjalteyri Hauganes Árskógssandur Dalvík Hrísey Ólafsfjörður Siglufjörður Hofsós Hólar Varmahlíð Sauðárkrókur Skagaströnd Blöndós Hvammstangi Laugarbakki Borðeyri