Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Áfangastaðaáætlanir kynntar á fundi Ferðamálastofu

Þann 15. nóvember 2018 mun Ferðamálastofa halda kynningu á áfangastaðaáætlunum. Fundurinn verður haldinn á Hótel Sögu í Reykjavík kl. 13-16.

Þann 15. nóvember 2018 mun Ferðamálastofa halda kynningu á áfangastaðaáætlunum. Fundurinn verður haldinn á Hótel Sögu í Reykjavík kl. 13-16.

Sjö áfangastaðaáætlanir

Við gerð áfangastaðaáætlana var landinu skipt upp eftir verkefnasvæðum markaðsstofa landshlutanna sem fóru með verkefnisstjórn á sínum svæðum. Áfangastaðaáætlanirnar eru því sjö talsins og á kynningarfundinum munu verkefnisstjórarnir kynna helstu niðurstöður hvers svæðis. Á eftir kynningunum verður tími fyrir spurningar og umræður.

Tenging við Landsáætlun

Fulltrúar frá umhverfis- og auðlindaráðuneyti verða auk þess með innlegg um Landsáætlun, hvernig hún tengist áfangastaðaáætlunum og hvernig þessar áætlanir mun vinna saman í framtíðinni.

Fundarstjóri verður Steinunn Valdís Óskarsdóttir, sérfræðingur hjá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti.

Skráning og streymi á netinu

Nánari dagskrá er í vinnslu en skráningu á fundinn má finna með því að smella hér, auk þess sem honum verður einnig streymt á netinu.