Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Menning í Eyjafjarðarsveit

culture-2.jpg
Menning í Eyjafjarðarsveit

Í Eyjafjarðarsveit er mikil menningarstarfsemi og margt að sjá og upplifa.  Það er um að gera að gefa sér einn dag í það minnsta til að heimsækja alla áhugaverðu staðina.  Kynnast íslenska hestinum og sjá jafnvel hestasýningu, fræðast um berkla á sögulegri sýningu, skoða ótrúlegt safn Sverris Hermannssonar smiðs, upplifa hinn sanna jólaanda árið um kring og skoða einhverja af hinum sex fallegu kirkjum sem prýða sveitina. Ef þú ert á ferðinni aðra helgina í ágúst máttu ekki missa af Handverkshátíðinni í Hrafnagilsskóla þar sem yfir hundrað handverks- og listamenn sýna og selja muni sína og auk þess eru skemmtilegar uppákomur og sýningar alla dagana

Norðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Norðurlandi eru fjölmargir áhugaverðir bæir, stórir og smáir, þar sem mannlíf og atvinnulíf er fjölbreytt. Hver bær hefur sín sérkenni en öllum er sameiginlegt að taka vel á móti gestum. Fjölbreytt gisting, góðir veitingastaðir, blómstrandi menning og möguleikar til útivistar og afþreyingar eru alls staðar fyrir hendi. 

Skoðunarferðir um bæina eru því bæði skemmtilegar og fræðandi.

Skoða meira

Map Akureyri Hrafnagil Grímsey Raufarhöfn Kópasker Þórshöfn Bakkafjörður Húsavík Mývatn Laugar Svalbarðseyri Grenivík Hjalteyri Hauganes Árskógssandur Dalvík Hrísey Ólafsfjörður Siglufjörður Hofsós Hólar Varmahlíð Sauðárkrókur Skagaströnd Blöndós Hvammstangi Laugarbakki Borðeyri