Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Arctic Travel ehf.

Velkomin til Casa magna

Casa magna er fallegur og rúmgóður heilsársbústaður í aðeins 8 mín. akstri frá Akureyri. Njóttu alls þess sem höfuðstaður norðurlands býður uppá og slakaðu síðan á í rólegu umhverfi við snarkið í arninum. Í göngufæri er 9 holu golfvöllur sem gestum býðst að spila frítt á. Sveitin býður einnig uppá ýmsa afþreyingu, fyrir bæði börn og fullorðna, má nefna kaffihús í fjósi, sundlaug, gallerý, jólahús og grænmetisveitingastað. Ýmsar gönguleiðir eru í nágreninu og síðla sumars er stutt í berjamó og sveppi. Hægt er að fá tilboð í afþreyingarpakka, eftir óskum hvers og eins. Frá bústaðnum er frábært útsýni til suðurs, vesturs og norðurs, má oft njóta fallegs sólarlags og á dimmum vetrarkvöldum dansa norðurljósin um himininn.

Casa magna er vel útbúið fyrir allt að 10 manns, en þar eru tvö svefnherbergi með tvíbreiðum rúmum, stofa með góðum sófa og svefnloft með svefnsófa og dýnum fyrir 8 manns, auk barnarúms og barnastóls. Stofa og eldhús eru í sameiginlegu rými, í stofu er glæsilegur arinn og baðherbergið er með sturtu. Á verönd er heitur pottur, gasgrill og sumarhúsgögn. Hægt er að leigja rúmföt og handklæði. Ferðaaðstoð fyrir fatlaða.

Nánari upplýsingar, fyrirspurnir og bókanir eru á heimasíðu og í síma 699 1132.

Arctic Travel ehf.

Austurbyggð 13

GPS punktar N65° 40' 31.306" W18° 5' 55.770"
Sími

699-1132

Opnunartími Allt árið

Arctic Travel ehf. - ferðaupplýsingar

Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands

Norðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Norðurlandi eru fjölmargir áhugaverðir bæir, stórir og smáir, þar sem mannlíf og atvinnulíf er fjölbreytt. Hver bær hefur sín sérkenni en öllum er sameiginlegt að taka vel á móti gestum. Fjölbreytt gisting, góðir veitingastaðir, blómstrandi menning og möguleikar til útivistar og afþreyingar eru alls staðar fyrir hendi. 

Skoðunarferðir um bæina eru því bæði skemmtilegar og fræðandi.

Skoða meira

Map Akureyri Hrafnagil Grímsey Raufarhöfn Kópasker Þórshöfn Bakkafjörður Húsavík Mývatn Laugar Svalbarðseyri Grenivík Hjalteyri Hauganes Árskógssandur Dalvík Hrísey Ólafsfjörður Siglufjörður Hofsós Hólar Varmahlíð Sauðárkrókur Skagaströnd Blöndós Hvammstangi Laugarbakki Borðeyri