Flýtilyklar
SBA-Norðurleið
SBA Norðurleið rótgróið fyrirtæki í hópferðaakstri með starfsstöðvar á Akureyri og í Hafnarfirði. Alla jafna getum við útvegað hópferðabíla með skömmum fyrirvara. Við leggjum metnað í að bjóða viðskiptavinum góða bíla sem henta við öll tækifæri, jafnt að sumri sem vetri. Við erum með yfir 80 hópferðabíla af ýmsum stærðum og gerðum og þar af eru nokkrir öflugir fjórhjóladrifnir (4X4) rútur sem auka möguleika og öryggi í fjalla- og vetrarferðum. Bílstjórar okkar hafa hlotið margvíslega þjálfun og flestir hafa áratuga reynslu af akstri við krefjandi aðstæður. Allar okkar rútur eru útbúnar með öryggisbeltum, hljóðkerfi, sjónvarpi og þráðlausu neti. Hægt er að fá ferðir með leiðsögn á íslensku eða á erlendum tungumálum.
SBA Norðurleið er aðili að Samtökum ferðaþjónustunnar og Vakanum sem er gæða- og umhvefiskerfi ferðaþjónustunnar.
Það getur verið þægilegur, hagkvæmur og umhverfisvænn kostur að leigja rútu. Algengustu verkefni okkar eru:
- Lengri og styttri hópferðir fyrir ferðaskrifstofur, fyrirtæki og einkaaðila.
- Íþróttaferðir
- Akstur til og frá flugvelli
- Áætlunarferðir á sumrin milli Akureyrar og Reykjavíkur um Kjöl
- Skólahópar
- Ráðstefnuhópar
- Akstur í tengslum við veislur og hátíðleg tækifæri
Til að fá tilboð eða frekari upplýsingar sendið tölvupóst á sba@sba.is. Við svörum öllum fyrirspurnum eins fljótt og auðið er.
Hjalteyrargata 10
550-0701

Stuðlagil og Möðrudalur á Fjöllum
Í sumar bjóðum við hjá SBA-Norðurleið upp á spennandi tilboð á dagsferðum.
Við förum frá Akureyri kl. 08:00 og ökum austur á Jökuldal. Á leiðinn verður stutt þægindastopp í nýjustu vegasjoppu landsins á Möðrudal. Gengið eftir slóða frá Klausturseli að Stuðlafossi og Stuðlagili. Um fremur létta göngu er að ræða en heildarvegalengdin er rúmir 10. km.
Eftir gönguna er haldið af stað í áttina til Akureyrar. Fyrst verður stutt stopp á Skjöldólfsstöðum en síðan ekið um Fjallgarðana, þ.e. gömlu leiðina í Mörðrudal á Fjöllum. Við stoppum í um það bil eina klukkustund í Fjallakaffi þar sem hægt verður að kaupa veitingar og skoða sig um á staðnum.
Að lokum verður ekið sem leið liggur til Akureyrar en áætlaður komutími þangað er um kl. 19:30.
Ferðaáætlun
Dagsferð frá Akureyri.
Viðkomustaðir í ferðinni:
Beitarhús, nýjasta vegasjoppa landsins
Skjöldólfsstaðir
Stuðlafoss og Stuðlagil
Möðrudalur á Fjöllum
Upphafsstaður
Hvað þarf að taka með
- Fatnaður sem hæfir veðri og aðstæðum.
- Góðir gönguskór.
- Göngustafir geta komið sér vel.
- Nesti og drykkir fyrir daginn.

Jökulsárgljúfur og Húsavík - Demantshringur
Dagsferð frá Akureyri sem hentar öllum aldurshópum.
Í sumar bjóðum við hjá SBA-Norðurleið upp á spennandi tilboð á dagsferðum.
Við leggjum af stað frá Akureyri kl. 08:00 og höldum austur að Dettifossi en á leiðinni er stutt þægindastopp í Mývatnssveit. Við gefum okkur góðan tíma til að skoða tvo mikilfenglega fossa, Dettifoss og Selfoss og nánasta umhverfi þeirra. Því næst gerum við stutt útsýnisstopp við Hafragilsfoss áður en haldið er í Hólmatungur en þar hefst 8 km ganga um undraheima Jökulsárgljúfurs að Hljóðaklettum. Þeir sem kjósa styttri göngu skoða sig um í Hólmatungum og fara svo með rútunni í Hljóðakletta. Í Hjóðaklettum er hægt að velja um mismunandi gönguleiðir:
- Hljóðaklettar - Tröllið, samtals 1,2 km eða um 30 mín. Auðveld gönguleið (blá).
- Hringur í Hljóðaklettum, 3 km eða 60 - 90 mín. Krefjandi gönguleið (rauð) þar sem stígar liggja um óslétt hraun.
- Hringur um Hljóðakletta og Rauðhóla, 5 km eða 1,5 - 2 klst. Krefjandi gönguleið (rauð) þar sem stígar liggja um óslétt hraun.
- Frá Hljóðaklettum að Karli og kerlingu, 2 km auðveld gönguleið (blá) að útsýnisstað eða 3 km krefjandi gönguleið (rauð) ef farið er niður á eyrina þar sem töllin standa.
Frá Hljóðaklettum er ekið sem leið liggur í Ásbyrgi en þar er gengið eftir þægilegum stígum. Hægt að velja stutta göngu að Botnstjörn eða aðeins lengri hring um innsta hluta Ásbyrgis.
Frá Ásbyrgi er ekið um Kelduhverfi og Tjörnes til Húsavíkur en þar verður stoppað í tvær klukkustundir. Á Húsavik hafa þátttakendur frjálsan tíma en þeir geta t.d. farið í Sjóböðin eða skoðað sig um í bænum en þar eru margir spennandi veitingastaðir. Komið til Akureyrar milli kl. 20:00 og 21:00.
Ferðaáætlun
Dagsferð með leiðsögn frá Akureyri. Frábært tækifæri til að upplifa einstaka fegurð Jökulsárgljúfra. Hægt að velja langar og stuttar gönguleiðir.
- Fossaröðin Selfoss, Dettifoss og Hafragilsfoss.
- Hólmatungur
- Hljóðaklettar
- Ásbyrgi
- Húsavík, hægt að fara í Sjóböðin eða skoða sig um í bænum.
Upphafsstaður
Hvað þarf að taka með
Heppilegur útbúnaður í þessari ferð ferð:
- Nesti og drykkir fyrir daginn.
- Fatnaður sem hæfir veðri og aðstæðum.
- Góðir gönguskór.
- Göngustafir.
- Vaðskór og lítið handklæði.
- Sundfatnaður og handklæði fyrir þá sem ætla í Sjóböðin á Húsavík.

Askja og Drekagil
Óbyggðirnar kalla....
Í sumar bjóðum við hjá SBA-Norðurleið upp á spennandi tilboð á dagsferðum.
Brottför frá Akureyri kl. 07:00 18. júlí og 8. ágúst 2020, leiðsögn á íslensku.
Við gerum stutt þægindastopp í Mývatnssveit áður en haldið er inn á hálendið. Fyrsti viðkomustaður er Herðubreiðarlindir og þar er gefinn tími til að skoða þennan fallega stað sem bæði Fjalla-Eyvindur og Fjalla-Bensi höfðu dálæti á.
Næsti viðkomustaður er Askja en frá bílastæðinu í Vikraborgum inn að Öskuvatni og Víti er um 35 mínútna gangur. Svæðið býr yfir áhugaverðri sögu og stórfenglegri náttúrufegurð sem vitnar um miklar náttúruhamfarir.
Eftir gönguna verður ekið að Drekagili og áð þar. Eftir að hafa snætt nesti og hvílt um stund er gengið að gilinu og það skoðað.
Síðasti viðkomustaður dagsins er Möðrudalur á Fjöllumen þangað er ekið um Krepputungu. Við stoppum í um það bil eina klukkustund í Fjallakaffi þar sem hægt verður að kaupa veitingar og skoða sig um á staðnum.
Að lokum verður ekið sem leið liggur til Akureyrar en áætlaður komutími þangað er um kl. 22:00.
Ferðaáætlun
Dagsferð frá Akureyri.
Viðkomustaðir í ferðinni:
- Mývatnssveit, þægindastopp
- Herðubreiðarlindir
- Askja
- Drekagil
Upphafsstaður
Hvað þarf að taka með
Nauðsynlegt að hafa með í þessari ferð:
- Fatnaður sem hæfir veðri og aðstæðum.
- Góðir gönguskór.
- Nesti og drykkir fyrir daginn.

Gönguferð í Merkigil
Söguganga, brottför frá Akureyri kl. 08:00 23. júlí og 1. ágúst 2020, leiðsögn á íslensku.
Í sumar bjóðum við hjá SBA-Norðurleið upp á spennandi tilboð á dags- og gönguferðum.
Haldið frá Akureyri vestur í Skagafjörð og fram Kjálka. Stoppað við norðurbrún Merkigils og gengið þaðan yfir gilið, heim að bænum Merkigil og svo yfir Monikubrú þar sem bíll bíður hópsins. Þeir sem það kjósa geta sleppt göngunni og farið með bílnum að Monikubrú og mögulega gengið eftir vegi á móti hópnum. Á leiðinni aftur til Akureyrar verður stoppað í Varmahlíð.
Í ferðinni verður sagt frá svæðinu og ábúendum á Merkigili í Austurdal. Monika Helgadóttir húsfreyja er þjóðkunn persóna en Guðmundur G. Hagalín skrifaði ævisögu hennar sem var gefin út árið 1954.
Ferðaáætlun
Dagsferð frá Akureyri.
Viðkomustaðir í ferðinni:
- Merkigil í Skagafirði
- Varmahlíð
Upphafsstaður
Hvað þarf að taka með
Nauðsynlegt að hafa með í þessari ferð:
- Fatnaður sem hæfir veðri og aðstæðum.
- Góðir gönguskór.
- Nesti og drykkir fyrir daginn.

Fjallaferð í Fjörður
Í sumar bjóðum við hjá SBA-Norðurleið upp á spennandi tilboð á dagsferðum.
Dagsferð frá Akureyri og Grenivík út í Fjörður sunnudaginn 26. júlí 2020. Farið verður á fjallarútu þar sem vegurinn um þessar eyðibyggðir getur verið grófur og erfiður yfirferðar. Leiðsögumaður miðlar upplýsingum um staðhætti og búsetu sem eitt sinn var á þessu svæði. Gengið verður úr Hvalvatnsfirði yfir að Þönglabakka í Þorgeirsfirði og þar geta þeir sem vilja tekið þátt í árlegri guðsþjónustu. Því næst verður haldið sömu leið til baka.
Ferðaáætlun
Brottför frá Akureyri og Grenívík.
- Ekið frá Grenivík út í Fjörður um Leirdalsheiði.
- Gengið úr Hvalvatnsfirði yfir í Þorgeirsfjörð.
- Kl. 14:00 Guðsþjónusta á Þönglabakka.
- Gengið til baka yfir í Hvalvatnsfjörð .
- Ekið til Grenivíkur og Akureyrar.
Upphafsstaður
Hvað þarf að taka með
- Góðir gönguskór.
- Fatnaður sem hæfir veðri.
- Nesti fyrir daginn.

Laugafell og Skagafjörður
Í sumar bjóðum við hjá SBA-Norðurleið upp á spennandi tilboð á dagsferðum.
Ferðin verður farin: Laugardaginn 22. ágúst 2020, brottför frá Akureyri kl. 08:00.
Ekið frá Akureyri fram Eyjafjörð og upp á hálendið eftir Sprengisandsleið. Stoppað u.þ.b. tvær klukkustundir í Laugafelli þar sem fólki gefst kostur á að baða sig í heitri laug og skoða sig um.
Farið frá Laugafelli niður í Vesturdal í Skagafirði og þaðan til Varmahlíðar. Valin útsýnisstopp á leiðinni.
Eftir svolítið stopp í Varmahlíð verður ekið sem leið liggur aftur til Akureyrar.
Ferðaáætlun
Dagsferð frá Akureyri.
Viðkomustaðir í ferðinni:
- Laugafell
- Varmahlíð
Upphafsstaður
Hvað þarf að taka með
Nauðsynlegt að hafa með í þessari ferð:
- Fatnaður sem hæfir veðri og aðstæðum.
- Góðir skór.
- Nesti og drykkir fyrir daginn.
- Handklæði og sundfatnaður fyrir þá sem vilja baða sig í Laugafelli.

Haustferð í Mývatnssveit
Í sumar bjóðum við hjá SBA-Norðurleið upp á spennandi tilboð á dagsferðum.
Dagsferð frá Akureyri sem hentar öllum aldurshópum. Lagt af stað frá Akureyri kl: 09:00. Gangan hefst við upplýsingamiðstöðina í Reykjahlíð og endar við Birtingatjörn á Kálfaströnd, samtals 13 km um einstaklega fjölbreytt landslag. Gengið eftir slóðum og stígum alla leið en á köflum eru þeir grófir og ójafnir þannig að nauðsynlegt er að vera í góðum skóm og göngustafir geta komið sér vel. Gangan skiptist upp í nokkra leggi:
- Reykjahlíð - Grjótagjá, ca 2 km.
- Grjótagjá - Hverfjall, ca 2 km.
- Hverfjall - Dimmuborgir, ca 6 km. Þátttakendur velja hvort þeir ganga yfir fjallið eða meðfram fjallinu.
- Dimmuborgir - Birtingatjörn, ca 3 km.
Rútan fer á milli allra áfangastaða þannig að þátttakendur geta valið hvaða leggi þeir ganga.
Þetta er ferð með leiðsögn á íslensku. Á leiðinni verður sagt frá sögu og jarðfræði svæðisins.
Áætluð koma til Akureyrar er milli kl. 16:30 og 17:00
Ferðaáætlun
Dagsferð með leiðsögn frá Akureyri. Frábært tækifæri til að ganga um Mývatnssveit. Hægt að velja langar og stuttar gönguleiðir.
Gengið frá upplýsingamiðstöðinni í Reykjahlíð að Birtingatjörn í Mývatnssveit. Gönguleiðin skiptist upp í nokkra leggi:
- Reykjahlíð - Grjótagjá, ca 2 km.
- Grjótagjá - Hverfjall, ca 2 km.
- Hverfjall - Dimmuborgir, ca 6 km. Hægt að velja að ganga yfir fjallið eða meðfram fjallinu.
- Dimmuborgir - Birtingatjörn, ca 3 km.
Rútan fer á milli allra áfangastaða þannig að þátttakendur geta valið hvaða leggi þeir ganga.
Upphafsstaður
Hvað þarf að taka með
Nauðsynlegt að hafa með í þessari ferð:
- Fatnaður sem hæfir veðri og aðstæðum.
- Góðir gönguskór.
- Göngustafir geta komð sér vel.
- Nesti og drykkir.
SBA-Norðurleið - ferðaupplýsingar
Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands