Vestfirðir Vesturland Norðurland Austurland Suðurland Reykjanes Höfuðborgarsvæðið
Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Seal Travel

Selasetur Íslands var stofnað formlega þann 29. apríl 2005 með það að markmiði að standa að eflingu náttúrutengdrar ferðaþjónustu í Húnaþingi vestra, vinna að eflingu selaskoðunar á svæðinu og standa fyrir fjölbreyttum rannsóknum, fræðslu og upplýsingamiðlun um seli við Ísland.

Selasetrið eignaðist í upphafi tvær hæðir að Brekkugötu 2 Hvammstanga þar sem verslun Sigurðar Pálmasonar var til húsa. Þar voru settar upp fræðslusýningar um seli og húsnæðið nýtt fyrir fjölþætta starfsemi setursins.

Með aukinni starfsemi voru safnið og upplýsingamiðstöðin flutt í húsnæði í eigu Kaupfélags Vestur Húnvetninga (KVH) á Strandgötu 1, niður við Hvammstangahöfn sumarið 2011. Þar eru nýjar sýningar setursins, búið að standsetja rannsóknaraðstöðu og þar er upplýsingamiðstöð héraðsins og móttaka ferðamanna.

Skrifstofur rannsóknadeildar eru á 2. hæð Höfðabrautar 6."

Selasetur Íslands og upplýsingamiðstöð Húnaþings vestra er opin sem hér segir :

  • 1/10 - 30/4 Mán - fös 10:00 - 15:00
  • 1/5 - 31/5 Alla daga 09:00 - 16:00
  • 1/6 - 31/8 Alla daga 09:00 - 19:00
  • 1/9 - 30/9 Alla daga 09:00 - 16:00

Hafirðu áhuga á heimsókn utan auglýstra opnunartíma er hægt að bóka tíma í síma 451 2345.

Seal Travel er ferðaskrifstofa í eigu Selaseturs Íslands en þar má nálgast pakka og ferðir. Tilgangur hennar er að auka þá góðu samvinnu sem einkennir ferðaþjónustu í Húnaþingi vestra, auka framlegð hvers ferðamanns og jafna tekjustreymi ferðaþjónustuaðila yfir árið.

www.sealtravel.is
info@sealtravel.is
Sími: 451-2342

Seal Travel

Selasetur Íslands

GPS punktar N65° 23' 43.022" W20° 56' 43.516"
Sími

451-2345

Opnunartími Allt árið

Seal Travel - ferðaupplýsingar

Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands

Norðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Norðurlandi eru fjölmargir áhugaverðir bæir, stórir og smáir, þar sem mannlíf og atvinnulíf er fjölbreytt. Hver bær hefur sín sérkenni en öllum er sameiginlegt að taka vel á móti gestum. Fjölbreytt gisting, góðir veitingastaðir, blómstrandi menning og möguleikar til útivistar og afþreyingar eru alls staðar fyrir hendi. 

Skoðunarferðir um bæina eru því bæði skemmtilegar og fræðandi.

Skoða meira

Map Akureyri Hrafnagil Grímsey Raufarhöfn Kópasker Þórshöfn Bakkafjörður Húsavík Mývatn Laugar Svalbarðseyri Grenivík Hjalteyri Hauganes Árskógssandur Dalvík Hrísey Ólafsfjörður Siglufjörður Hofsós Hólar Varmahlíð Sauðárkrókur Skagaströnd Blöndós Hvammstangi Laugarbakki Borðeyri