Flýtilyklar
Hvalir á Norðurlandi
Hvalskoðun er orðin ein vinsælasta afþreying þeirra ferðamanna sem ferðast um Norðurland. Þúsundir manna sigla á hverju ári með skipi út á rúmsjó í þeirri von að sjá hvölum bregða fyrir, enda er landið okkar einn besti hvalaskoðunarstaður í heimi. Fjölbreytileiki tegunda er hér meiri en víðast hvar annarstaðar í heiminum. Sú upplifun að sjá tegundir eins og steypireyð, hnúfubaka, háhyrninga, hrefnur og höfrungar leika sé saman í sjónum dregur að sér sífellt fleiri ferðamenn.
Hvalaskoðun á Skjálfanda eða í Eyjafirði á fallegum sumardegi er upplifun sem lætur engann ósnortinn.
Hvalir á Norðurlandi - ferðaupplýsingar
Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands