Byggðasafnið Hvoll á Dalvík er í senn byggða-, náttúrugripa- og mannasafn. Þar eru ýmis áhöld og innanstokksmunir frá fyrri tíð og haganlega gerðir skrautmunir unnir af hagleiksfólki af svæðinu. Á
náttúrugripasafninu er fjöldi íslenskra fugla og spendýra, þar sem ísbjörninn vekur mesta athygli.
Flýtilyklar
Fyrir þá sem vilja njóta náttúrunnar frá fyrstu hendi er Dalvík í Dalvíkurbyggð tilvalinn áfangastaður en sveitarfélagið liggur við náttúruparadísina Tröllaskaga auk þess að hafa frábært aðgengi að sjó.
Í Dalvíkurbyggð er fjölmargar gönguleiðir að finna, styttri og lengri. Af lengri gönguleiðum má nefna gömlu þjóðleiðina yfir Heljardalsheiði milli Svarfaðardals og Hóla í Hjaltadal og einnig liggja þrjár gamlar þjóðleiðir yfir til Ólafsfjarðar, Reykjaheiði, Grímubrekkur og Drangar, sem gaman er að ganga.
Frá Dalvíkurhöfn siglir ferjan Sæfari milli Dalvíkur og Grímseyjar og á Dalvík má einnig finna glæsilega sundlaug, byggðasafnið Hvol, einstakt skíðasvæði, 9 holu golfvöll, sjóstangveiði og hvalaskoðun, hestaferðir og margt, margt fleira.
Það er tilvalið að skella sér á Dalvík og upplifa kyrrðina, öryggið og dásamlegt útsýnið.
Láttu sjá þig í Dalvíkurbyggð og þú munt ekki sjá eftir því!

Áhugaverðir staðir og afþreying
-
Byggðasafnið Hvoll
-
Sundlaugin
-
Skíðasvæðið Böggvisstaðafjalli
-
Fjaran
Dalvík - ferðaupplýsingar
Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands