Í þessu elsta húsi Hríseyjar er nú búið að koma upp vísi að sýningu sem tengist hákarlaveiðum við strendur Íslands fyrr á öldum. Húsið var byggt á árunum 1885-86 af Jörundi Jónssyni, eða Hákarla-Jörundi úr timbri norskra skipa er fórust við Hrísey, þann 11. september 1884.
Flýtilyklar
Náttúruperlan Hrísey liggur um miðbik Eyjafjarðar. Þar er lítið sjávarþorp sem býður upp á ýmislegt sem ferðafólki kemur til góða, t.d.sundlaug, lítið gistiheimili, veitingahús, tjaldsvæði, kaffihús og verslun.
Gönguleiðir liggja frá þorpinu víðs vegar um eyjuna sem þekkt er fyrir fjölbreytt fuglalíf.
Skemmtileg dagskrá fyrir ferðafólk gæti t.d. verið fólgin í einhverju af því sem hér segir: Skoðunarferð á dráttarvél um eyna, með heimsókn í hákarlasafnið sem hefur að geyma ríkulegan fróðleik um hákarlaútgerð fyrri tíma og annað sem tengist sögu byggðarlagsins.
Til að komast til Hríseyjar, er stefnan tekin á Dalvík og beygt við vegamótin að Árskógssandi, áður en til Dalvíkur er komið. Hríseyjarferjan heldur uppi áætlunarferðum frá Árskógssandi og tekur siglingin út í eyju um 15 mínútur.

Áhugaverðir staðir og afþreying
Hrísey - ferðaupplýsingar
Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands