Á Skjálftasetrinu er fyrst og fremst verið að minnast Kópaskersskjálftans sem varð 13. janúar 1976 og mun hafa verið um 6,3 stig á Richter.
Flýtilyklar
Kópasker er vinalegt sjávarþorp í Núpasveit við austanverðan Öxarfjörð sem rekur sögu sína aftur til ársins 1879 er það varð löggildur verslunarstaður. Þorp myndaðist síðar í kringum starfsemi Kaupfélags Norður Þingeyinga sem stofnað var 1894. Fyrst risu vöruskemma og bryggja en verslunarhús var reist 1908 og fyrsta íbúðarhúsið 1912. Þorpið sækir nafn sitt til skers er fyrrum gekk út í sjóinn og en á því stendur nú hafnargarður.
Meginatvinnuvegur þorpsins er þjónusta við íbúa, nærsveitir og ferðaþjónustaStærsti atvinnuveitandi er sláturhúsið og kjötvinnslan Fjallalamb hf. Aðeins er um útgerð á Kópaskeri en hún er bundin við nokkra smábáta.
Á Kópaskeri er ýmis grunnþjónusta í boði, svo sem matvöruverslun, vínbúð, verkstæði, heilsugæslustöð, apótek, banki, póstur, heilsurækt, sjálfsali fyrir bensín, veitingasala og nokkrir gististaðir ásamt tjaldsvæði.
Ýmislegt er vert að gera og sjá á Kópaskeri. Á Snartarstöðum við Kópasker er einstök sýning á munum úr byggðarsafni N-Þingeyinga. Þar er m.a. að finna mikið úrval hannyrða af ýmsum toga og merkilegt bókasafn. Í skólahúsinu er Skjálftasetrið, sem greinir í máli og myndum frá skjálftanum við Kópasker 1976, orskökum hans og áhrifum á mannvirki, landslag og mannlíf. Við Kópasker eru jafnframt áhugaverðar gönguleiðir og afar fjölbreytt fuglalíf.
Á hverju ári eru haldin Sólstöðuhátíð á Kópaskeri, í júní. Mikið er um að vera í þorpinu þessa helgi og gaman er að koma og upplifa menningu íbúa á þennan hátt.

670,671
Áhugaverðir staðir og afþreying
Kópasker - ferðaupplýsingar
Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands
Söfn
Byggðasafn N.-Þingeyinga
Veitingahús
Gistiheimili
Gistiheimilið Dettifoss
Dagsferðir
Húsavík Adventures ehf.
Söfn
Safnahúsið á Húsavík
Náttúrulegir baðstaðir
Sjóböðin-Geosea
Ferðaskrifstofur
Norðursigling Hvalaskoðun
Sundlaugar
Sundlaugin Raufarhöfn
Sundlaugar
Sundlaugin Húsavík
Bátaferðir
Salka Whale Watching
Sumarhús
Nordic Natura
Söfn
Hvalasafnið á Húsavík
Söfn
Könnunarsögusafnið
Tjaldsvæði
Gestastofa og upplýsingamiðstöð Vatnajökulsþjóðgarðs í Ásbyrgi, Gljúfrastofa
Fuglaskoðun
Gentle Giants Hvalaskoðun
Vetrarafþreying
Skíðasvæði Húsavíkur
Ferðaskrifstofur
Scandinavia Travel North ehf.
Sýningar
Skjálftasetrið
Aðrir
- Katlavellir
- 640 Húsavík
- 464-1000
- Hafnarbraut 2
- 675 Raufarhöfn
- 868-9771, 696-5942
- Kaldbakur
- 640 Húsavík
- 892-1744, 862-1504, 862-1504
- Álfasteinn
- 650 Laugar
- 6505252
- Baughóll 31c
- 640 Húsavík
- 895-1776
- Garðarsbraut 79
- 640 Húsavík
- 898-9853
- 465-1233
- Hvirfilvellir
- 671 Kópasker
- 860-4919
Gistiheimili
Gistiheimilið Dettifoss
Hótel
Fosshótel Húsavík
Farfuglaheimili og hostel
Farfuglaheimilið Kópaskeri
Hótel
Hótel Norðurljós
Gistiheimili
Melar Gistiheimili
Tjaldsvæði
Tjaldsvæðið Kópaskeri
Tjaldsvæði
Tjaldsvæðið Raufarhöfn
Sumarhús
Nordic Natura
Tjaldsvæði
Tjaldsvæðið Húsavík
Gistiheimili
Skjálfandi apartments
Gistiheimili
Gistiheimilið Sólsetur
Gistiheimili
Garður gistiheimili
Gistiheimili
Húsavík Guesthouse
Tjaldsvæði
Gestastofa og upplýsingamiðstöð Vatnajökulsþjóðgarðs í Ásbyrgi, Gljúfrastofa
Hótel
Husavik Cape Hotel
Hótel
Skúlagarður
Gistiheimili
Gistiheimilið Árból
Gistiheimili
Gistihúsið Hreiðrið
Aðrir
- Vesturdalur Jökulsárgljúfrum
- 671 Kópasker
- 470-7100
- Keldunes II
- 671 Kópasker
- 465-2275, 861-2275
- Kaldbakur
- 640 Húsavík
- 892-1744, 862-1504, 862-1504
- Héðinsbraut 11
- 640 Húsavík
- 852-0010
- Vallholtsvegur 9
- 640 Húsavík
- 8660882
- Þeistareykir
- 640 Húsavík
- 866 4083, 464-3510
- Túngata 13
- 640 Húsavík
- 866-3645, 464-0200
- Árdalur
- 671 Kópasker
- 659-2282, 465-2282
- Hof
- 640 Húsavík
- 894-0872
Ferðaskrifstofur
Norðursigling Hvalaskoðun
Veitingahús
Veitingahús
Hótel
Hótel Norðurljós
Kaffihús
Tjaldsvæði
Gestastofa og upplýsingamiðstöð Vatnajökulsþjóðgarðs í Ásbyrgi, Gljúfrastofa
Hótel
Fosshótel Húsavík
Veitingahús
Veitingahúsið Salka
Hótel
Skúlagarður
Aðrir
- Árdalur
- 671 Kópasker
- 659-2282, 465-2282
- Kelduhverfi
- 671 Kópasker
- 465-2260, 849-0753
- Garðarsbraut 64
- 640 Húsavík
- 464-1040
- Héðinsbraut 2
- 640 Húsavík
- 464-2650
- Héðinsbraut 4
- 640 Húsavík
- 789-0808
- Bakkagata 10
- 670 Kópasker
- 465-1150
Náttúra
Jökulsárgljúfur
Jökulsárgljúfur tilheyra Vatnajökulsþjóðgarði og umhverfi þeirra hafa heillað margan ferðalanginn. Fossasamtæða Jökulsár á Fjöllum með Selfoss, Dettifoss, Hafragilsfoss og Réttarfoss á sér fáa líka á jörðinni. Stórkostlegt umhverfi Jökulsárgljúfra er mótað af vatni, eldum og ís. Gífurleg hamfarahlaup eru talin hafa myndað og mótað gljúfur, gil, klappir og byrgi. Frægust þeirra er Ásbyrgi.
Náttúra
Ásbyrgi
Ásbyrgi er eitt helsta náttúruundur Íslands og er staðsett í Vatnajökulsþjóðgarði. Lagðir hafa verið göngustígar um svæðið og sett upp lítil upplýsingaskilti við þá. Í Ásbyrgi er mikið af fallegum gróðri og mikið fuglalíf. Það er upplifun fyrir alla fjölskylduna að virða fyrir sér tignarlega hamraveggi og njóta kyrrðarinnar. Það er ekki síður skemmtilegt að fara í Ásbyrgi á haustin, þar sem fallegir haustlitirnir setja skemmtilegan svip á þetta einstaka náttúruundur. Ásbyrgi er hluti af Demantshringnum sjáðu hann hér www.demantshringurinn.is
Náttúra
Melrakkaslétta
Melrakkaslétta er kunn fyrir hlunnindi, fiskveiðar, fjörubeit, æðarvarp, eggjatöku og gjöful veiðivötn. Þarna er einstök náttúrufegurð á vorin og sumarkvöldum og fjölskrúðugt fuglalíf. Af Rauðanúp er stórkostlegt útsýni og návígi við fuglalífið í dröngunum Karli og Kerlingu.
Nyrst á Sléttunni er Hraunhafnartangi, nyrsti hluti Íslands. Tveir kaupsstaðir eru á Melrakkasléttu, Raufarhöfn og Kópasker.
Náttúra
Hestfall, klettar við Hvalsvík
Malarvegur nr.870 liggur eftir Merlrakkasléttu og með því að keyra aðeins norður en Kópasker er að finna bílastæði, merkt með máluðum steinum. Farið úr bílnum og gangið beint niður að klettinum Hestfalli, en farið varlega.
Á bakaleiðinni, gangið þá eftir ströndinni suður af bílastæðinu og þá blasa við fallegir klettar útí sjónum er nefnast Hvalvík. Vinsamlegast passið ykkur vel á ströndinni og ekki fara of nálægt sjónum þar sem öldurnar eru mjög kröftugar og hættulegar.
Náttúra
Dettifoss
Dettifoss er aflmesti foss í Evrópu. Hann er 44 metra hár og rúmlega 100 m breiður foss í Jökulsá á Fjöllum sem er hluti af Vatnajökulsþjóðgarði. Þeir eru ófáir, staðirnir eins og þessi, þar sem maður upplifir smæð mannsins eins skýrt og við þennan mikilfenglega foss.
Frá vegi 85 liggur vegur 864 framhjá Dettifossi austanverðum að þjóðvegi 1. Vegur 864 er malarvegur og þarf ökuhraði að miðast við aðstæður hverju sinni. Vegurinn lokast í byrjun október og er opnaður seinnihlutann í maí.
Vestanmegin Jökulsár er vegur 862. Hann er fær öllum bílum að Dettifossi. Athugið að hluti af þessum vegi var áður flokkaður sem fjallvegur (frá Vesturdal að Dettifoss) en frá og með 2011 er vegurinn skilgreindur sem malarvegur og því fær öllum bílum. Vegfarendur þurfa þó að miðað ökuhraða við ástand vegarins hverju sinni.
Vegurinn lokast í byrjun október og er opnaður í lok maí/byrjun júní. Frá Dettifossi og áfram suður að þjóðvegi 1 er nýr, malbikaður vegur. Athuga þarf að þessi vegur er ekki í þjónustu frá 1.janúar til 30. mars. Dettifoss er hluti af Demantshringnum sjáðu hann hér www.demantshringurinn.is
Náttúra
Heimskautsgerði
Heimskautsgerðið er sprottið upp úr vangaveltum Erlings Thoroddsen um hvernig hægt er að virkja endalausa víðáttu, þar sem ekkert skyggir á sjóndeildarhringinn, heimskautsbirtuna og miðnætursólina. Inn í þessum vangaveltum kom hugmyndin að nota dvergatal Völuspár og Snorra Eddu og dusta rykið af fornum sagnaheimi og færa til nútíðar. Utan um þennan hugarheim rís Heimskautsgerðið á Melrakkaási við Raufarhöfn. Haukur Halldórsson listamaður tók þátt í hugmyndavinnu með Erlingi, gerði skissur og líkan sem stuðst er við.
Heimskautsgerðið er um 50 metrar í þvermál, 6 metra há hlið vísa til höfuðáttanna. Í miðju hringsins er 10 metra há súla á fjórum stöplum, sem áform eru uppi um að skarti kristaltoppi sem brýtur sólarljósið og varpar geislum sólar um allt Gerðið. Fjórir skúlptúrar eru inní Gerðinu hvert með sínu sniði. Pólstjörnubendir sem vísar á Pólstjörnuna. Hásæti sólar þar sem birtan í ákveðinni stöðu boðar sumarkomu. Geislakór er rými á milli hárra stöpla þar sem hægt verður að setjast niður, tæma hugann og endurnýja orku sína. Altari elds og vatns sem virkjar frumkraftana.
Inni Gerðinu verður árhringur dverga, steinar sem hver um sig tákna ákveðinn dverg. Þessir dvergar eru alls 72 talsins og er getið í íslenskum fornbókmenntum. Með þeim fjölda á hver dvergur sitt "vik" í árinu, ef miðað er við 5 daga viku. Með því að tengja nöfn dverganna við árstíðir, eins og til dæmis nafnið Vetrarfaðir á fyrsta vetrardag þá ganga nöfnin upp eftir því hvar í árinu þeir lenda sem myndar 72 vikur. Árhringur dverga er þannig orðinn einskonar almanak, þar sem hver dvergur ræður 5 dögum. Til dæmis Várkaldur í viku vors, Bjartur í viku sumars þegar nætur eru bjartar og Dvalinn í haustviku þegar allt leggst í dvala fyrir veturinn. Enginn hefur getað útskýrt tilurð eða hlutverk dverganna í Völuspá nema þeirra Austra, Vestra, Norðra og Suðra, sem halda uppi himninum. Í hugmyndafræði Heimskautsgerðisins hefur öllum dvergum verið gefið hlutverk og þeir verið persónugerðir. Þannig er hægt að tengja dvergana við afmælisdaga og mynda tengsl við þá. Dvergarnir eru svo hluti af tímabilum goðanna sem eru gömlu mánuðirnir. Þegar á árið er litið sést að það eru 6 dvergar sem tilheyra hverjum (gamla) mánuði og hver mánuður tilheyrir ákveðnu goði. Hliðin, Austri, Vestri, Norðri og Suðri, á milli stöplanna vísa mót höfuðáttunum, þannig að miðnætursólin sést frá suðurhliði gegnum miðsúlu og norðurhlið, á sama hátt og sólarupprás sést frá vesturhliði í gegn um miðsúlu og austurhlið. Samspil ljóss og skugga sýnir eyktamörkin.
Nánari upplýsingar um hugmyndafræði Heimskautsgerðisins er að finna á heimasíðunni www.heimskautsgerdi.is.
Heimskautsgerðið er 50 km frá Kópaskeri, 54 km frá Þórhöfn og 154 km frá Húsavík. Hér má sjá leiðina.
Náttúra
Hraunahafnartangi
Hraunhöfn dregur nafn sitt af náttúrulegri höfn, sem þótti sæmilegt skipalægi áður fyrr og er hennar getið í heimildum frá 13. öld. Á Hraunhafnartanga er Þorgeirsdys sem talin er vera haugur fornhetjunnar hugprúðu, Þorgeirs Hávarssonar, en frá vígi hans í frækilegum bardaga segir í Fóstbræðrasögu.
Hraunhafnartangi og Rifstangi eru nyrstu tangar fastalands Íslands, aðeins rúmum kílómetra sunnan við norður heimskautsbaug. Gestir sem koma með mynd af sér við vitann geta fengið vottorð hjá þjónustuaðilum um að hafa komið á nyrsta odda landsins.
Saga og menning
Menningarmiðstöð Þingeyinga
Menningarmiðstöð Þingeyinga annast m.a. Byggðasafn Þingeyinga, Héraðsskjalasafn Þingeyinga, Ljósmyndasafn Þingeyinga, Náttúrugripasafn Þingeyinga og Myndlistasafn Þingeyinga. Höfuðstöðvar þess eru í Safnahúsinu á Húsavík en einnig annast MÞ rekstur Byggðasafnsins að Grenjaðarstað og að Snartarstöðum við Kópasker.