Hvítserkur er sérkennilegur brimsorfinn klettur í sjó við vestanverðan botn Húnafjarðar í Vestur-Húnavatnssýslu.
Flýtilyklar
Laugarbakki stendur við þjóðveginn ofan við Miðfjarðará. Þar er jarðhiti sem nýttur er fyrir þorpið og þéttbýlið á Hvammstanga. Handverkshúsið Langafit stendur á Laugarbakka og þar er einnig svefnpokagisting og tjaldsvæði við félagsheimilið Ásbyrgi sem er leigt út fyrir ættarmót. Þar er einnig að finna Hótel Laugarbakka. Yfir sumarið liggur tiltölulega greiðfær vegur upp úr Miðfjarðardölum fram að Arnarvatni.

532
Áhugaverðir staðir og afþreying
Laugarbakki - ferðaupplýsingar
Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands