Undir Skoruvíkurbjargi á norðanverðu Langanesi, er klettadrangur sem heitir Stórikarl. Þar er annað stærsta súluvarp á Íslandi. Byggður hefur verið útsýnispallur yfir Stórakarl, 10 m út yfir bjargbrúnina, svo hægt er að virða fyrir sér súlubyggðina og umhverfið allt.
Flýtilyklar
Hjarta Þórshafnar slær í takt við sjávarföllin, þar hefur útgerð og fiskvinnsla verið aðalatvinnuvegurinn í gegnum tíðina. Því er einstaklega gaman að rölta niður að höfn eða fara í sund í glæsilegri íþróttamiðstöð, þar sem upplýsingamiðstöðin er staðsett. Ekki má gleyma að Þórshöfn er anddyrið að ævintýraheimi Langaness. Þjónusta á Þórshöfn er mjög góð, þar er heilsugæsla, verslun, veitingastaður, íþróttahús, sundlaug, sparisjóður, bensínstöð, bílaverkstæði, gistihús o.fl. Einnig er þar tjaldsvæði með aðstöðu fyrir húsbíla. Samgöngur til Þórshafnar eru orðnar prýðilegar með nýjum vegi yfir Hófaskarð. Einnig er flogið til Þórshafnar alla virka daga.

680,681
Áhugaverðir staðir og afþreying
Þórshöfn - ferðaupplýsingar
Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands