Glaumbær er fornt höfuðból, og þar hafa búið miklir og ríkir höfðingjar. Sá nafntogaðasti þeirra er líklega Teitur Þorleifsson lögmaður (d. 1537). Prestar hafa setið í Glaumbæ frá árinu 1550. Í Glaumbæ er stór torfbær af norðlenskri gerð. Höfundar allra bæjarhúsanna eru ekki þekktir, en sr. Jón Hallsson (1809-94) prófastur lét reisa framhúsin og baðstofuna, sem er öftust bæjarhúsa, á árunum 1876-79.
Flýtilyklar
Varmahlíð er skemmtilegur áningarstaður ferðamanna við þjóðveg nr. 1; byggðakjarni með fjölbreytt framboð þjónustu. Þar eru m.a. söluskáli, bensínstöð, matvöruverslun og veitingaþjónusta. Upplýsingamiðstöð ferðamanna er staðsett við hliðina á Olís versluninni og veitingaskálanum. Þar kynnir handverksfélagið Alþýðulist skagfirskt handverk. Í Varmahlíð er barnvæn sundlaug með rennibrautum, heitum potti og gufubaði, sparkvöllur, körfuboltavöllur og ærslabelgur er staðsettur á tjaldstæðinu.
Gistimöguleikar í Varmahlíð og nágrenni eru fjölbreyttir en hægt að fá gistingu í orlofshúsum, bændagistingu, framúrskarandi tjaldsvæði og á hóteli.
Menningarhúsið Miðgarður er staðsett í Varmahlíð, þar sem boðið er upp á ýmsar skemmtanir árið um kring.
Fjölbreyttar gönguleiðir eru í Varmahlíð og nágrenni. Á góðviðrisdegi er gaman að ganga um í skógræktinni á Reykjarhólnum, á göngustígum sem liggja m.a. upp að útsýnisskífu, þaðan sem útsýni er einstakt yfir miðhéraðið. Reykjafoss er staðsettur um 7 km frá Varmahlíð, en hann er einstök náttúruperla. Þá er einnig einstakt að ganga á Mælifellshnjúkinn, Glóðafeyki, Molduxa og Tindastól fyrir þá sem kjósa lengri og meira krefjandi gönguferðir.
Gott framboð þjónustu er fyrir ferðamenn í sveitunum sunnan Varmahlíðar. Þar er fjölbreytt úrval gistingar, veitingaþjónustu og margir valkostir í afþreyingu, s.s. hestaferðir og hestasýningar, flúðasiglingar, gönguferðir, söfn og kirkjur. Þar eru merkir sögustaðir á annarri hverri þúfu og alls staðar stutt í fallega náttúru. Í Steinstaðabyggð er Aldamótarskógur sem gaman er að ganga um.
Austurdalur er náttúru- og útivistarperla sem vert er að skoða nánar, en á leið þangað má fara yfir Jökulsá með kláfi (við Skatastaði), ganga um Merkigilið eða koma við í Ábæjarkirkju. Hægt er að komast inn á hálendið úr Skagafirði, bæði Kjalveg og Sprengisandsleið.

560
Áhugaverðir staðir og afþreying
Varmahlíð - ferðaupplýsingar
Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands
Hótel
Hótel Tindastóll - Arctichotels
Gistiheimili
Reykir Reykjaströnd Gistiheimili
Dagsferðir
Drangeyjarferðir ehf.
Tjaldsvæði
Tjaldsvæðið á Hofsósi
Gistiheimili
Ferðaþjónustan Lýtingsstöðum
Sýningar
Rúnalist Stórhól - Handverk og húsdýr
Sundlaugar
Sundlaugin á Hofsósi
Sumarhús
Hestasport Accommodation
Vetrarafþreying
Skíðasvæðið Tindastóli
Söfn
Samgönguminjasafn Skagafjarðar
Flúðasiglingar
Viking Rafting
Sýningar
Puffin and Friends
Bændagisting
Icelandhorsetours - Helluland
Hótel
Hótel Mikligarður - Arctichotels
Gistiheimili
Gistiheimilið Mikligarður - Arctichotels
Sundlaugar
Sundlaugin Varmahlíð
Dagsferðir
Hestaleigan Langhúsum
Söguferðaþjónusta
Kakalaskáli
Söfn
Víðimýrarkirkja í Skagafirði
Gönguferðir
Lambagras ehf.
Sumarhús
Ferðaþjónustan Syðra-Skörðugili
Sýningar
Vesturfarasetrið
Söfn
Sögusetur Íslenska hestsins
Söfn
Glaumbær í Skagafirði
Heimagisting
Brekkukot "sælureitur í sveit"
Sýningar
1238: The Battle of Iceland
Ferðaskrifstofur
NW Adventures ehf.
Gistiheimili
Ferðaþjónustan Bakkaflöt
Hótel
Sveitasetrið Hofsstöðum
Ferðaskrifstofur
Hestasport Activity Tours
Golfvellir
Golfklúbbur Skagafjarðar
Sundlaugar
Sundlaug Sauðárkróks
Aðrir
- Reynistaður
- 560 Varmahlíð
- 453-6173, 455-6161
- Saurbær v / Vindheimamela
- 560 Varmahlíð
- 453-8012, 849-5654, 864-5337
- Varmilækur
- 560 Varmahlíð
- 453-8021, 898-7756
- Reykjarhóll
- 570 Fljót
- 8993183
- Brúnastaðir, Fljót
- 570 Fljót
- 8691024
- Hjaltadalur
- 551 Sauðárkrókur
- 455-6333
- Sólgarðar
- 570 Fljót
- 867-3164
- Lynghóll
- 551 Sauðárkrókur
- 868-7224
- Hofsstaðir
- 551 Sauðárkrókur
- 453-6555, 898-6665, 849-6655
- Egilsá
- 560 Varmahlíð
- 4538219, 8921852
- Faxatorg
- 550 Sauðárkrókur
- 453-6640
- Reykir
- 551 Sauðárkrókur
- 841-7313
- Frostastöðum
- 560 Varmahlíð
- 455 6161
- Suðurbraut
- 565 Hofsós
- 530-2200, 453-7935
- Hegranesi
- 551 Sauðárkrókur
- 846-8185
- Skagafjörður
- 566 Hofsós
- 453-8373
Gistiheimili
Gistiheimilið Mikligarður - Arctichotels
Gistiheimili
Puffin Palace Guesthouse
Gistiheimili
Ferðaþjónustan Bakkaflöt
Tjaldsvæði
Tjaldsvæðið Varmahlíð
Heimagisting
Brekkukot "sælureitur í sveit"
Bændagisting
Icelandhorsetours - Helluland
Gistiheimili
Sóti Travel - Sóti Lodge
Gistiheimili
Reykir Reykjaströnd Gistiheimili
Tjaldsvæði
Tjaldsvæðið á Sauðárkróki
Tjaldsvæði
Tjaldsvæðið v/ Hóla í Hjaltadal
Hótel
Hótel Varmahlíð
Hótel
Hótel Tindastóll - Arctichotels
Hótel
Hótel Mikligarður - Arctichotels
Gistiheimili
Grand-Inn Bar and Bed
Gistiheimili
Sunnuberg Gistihús
Sumarhús
Ferðaþjónustan Syðra-Skörðugili
Tjaldsvæði
Tjaldsvæðið á Hofsósi
Gistiheimili
Ferðaþjónustan Lýtingsstöðum
Gistiheimili
Prestbakki
Tjaldsvæði
Lónkot Sveitasetur
Ferðaskrifstofur
Hestasport Activity Tours
Hótel
Sveitasetrið Hofsstöðum
Svefnpokagisting
Sölvanes
Sumarhús
Hestasport Accommodation
Aðrir
- Reykjarhóll
- 570 Fljót
- 8993183
- Kolkuós
- 551 Sauðárkrókur
- 861-3474
- Skagafjörður
- 551 Sauðárkrókur
- 892-5530, 453-5530
- Hofsstaðir
- 551 Sauðárkrókur
- 453-6555, 898-6665, 849-6655
- Brúnastaðir, Fljót
- 570 Fljót
- 8691024
- Reykir
- 551 Sauðárkrókur
- 841-7313
- Tröð
- 551 Sauðárkrókur
- 453-5225, 860-4100
- Sólgarðar
- 570 Fljót
- 867-3164
- Brúnastaðir, Fljótum
- 570 Fljót
- 467-1020, 869-1024
- Syðsta-Grund
- 560 Varmahlíð
- 453-8262, 846-9182
- Hjaltadalur
- 551 Sauðárkrókur
- 455-6333
- Hegranesi
- 551 Sauðárkrókur
- 846-8185
- Egilsá
- 560 Varmahlíð
- 4538219, 8921852
- Kirkjutorg 5
- 550 Sauðárkrókur
- 8923375
- Syðra-Skörðugil
- 560 Varmahlíð
- 893-8140
- Deplar
- 570 Fljót
- 349-7761
- Saurbær v / Vindheimamela
- 560 Varmahlíð
- 453-8012, 849-5654, 864-5337
- Félagsheimilið Hegranes
- 551 Sauðárkrókur
- 899-3231
Tjaldsvæði
Lónkot Sveitasetur
Veitingahús
KK Restaurant
Hótel
Sveitasetrið Hofsstöðum
Sýningar
Rúnalist Stórhól - Handverk og húsdýr
Veitingahús
Grána Bistro
Gistiheimili
Reykir Reykjaströnd Gistiheimili
Hótel
Hótel Varmahlíð
Hótel
Hótel Tindastóll - Arctichotels
Kaffihús
Áskaffi
Gistiheimili
Grand-Inn Bar and Bed
Gistiheimili
Ferðaþjónustan Bakkaflöt
Upplýsingamiðstöðvar
Upplýsingamiðstöðin Varmahlíð (Landshlutamiðstöð)
Aðrir
- Aðalgata 5
- 550 Sauðárkrókur
- 455-5000
- Suðurbraut 9
- 565 Hofsós
- 455-4692
- Ártorg 4
- 550 Sauðárkrókur
- 455-7070
- Skagfirðingabraut 29
- 550 Sauðárkrókur
- 453 6666, 860 2088
- Hjaltadalur
- 551 Sauðárkrókur
- 455-6333
- Reykir
- 551 Sauðárkrókur
- 841-7313
- Sólgarðar
- 570 Fljót
- 867-3164
- Varmahlíð
- 560 Varmahlíð
- 478-1036
- Sólvík
- 565 Hofsós
- 861-3463, 453-7930
- Fljót
- 570 Fljót
- 467-1000
Saga og menning
Hóladómkirkja
Hóladómkirkja er elsta steinkirkja á Íslandi. Kirkjan er byggð úr rauðum sandsteini úr fjallinu Hólabyrðu. Kirkjuna prýðir margt fallegra muna og reglulega er boðið upp á leiðsögn um hana.
Kirkjuturninn er 27 metra hár og stendur við hlið kirkjunnar. Hann var reistur á 400 ára dánarafmæli Jóns Arasonar, sem var hálshöggvinn ásamt sonum sínum árið 1550, en Jón var síðasti kaþólski biskupinn á Íslandi.
Náttúra
Staðarbjargarvík
Staðarbjargavík er staðsett í fjörunni við Hofsós, en Staðarbjargavík er gríðarfallegt stuðlaberg sem er einstaklega skemmtilegt og fallegt að skoða. Sagt hefur verið að þar væri höfuðstaður álfabyggðar í Skagafirði. Gott aðgengi er að Staðarbjargavík frá bílastæðinu við sundlaugina á Hofsósi.
Náttúra
Reykjafoss
Reykjafoss er einn fallegasti foss í Skagafirði, staðsettur um 7 km. frá Varmahlíð. Reykjafoss er vel falinn frá veginum og oft talað um fossinn sem falinn fjársjóð.
Leiðin að Reykjafossi: Keyrt er frá hringvegi 1 og beygt inn á veg númer 752. Frá vegi 752 er beygt inn á veg númer 753. Keyrt er yfir brúna og beygt til hægri þar á eftir. Keyrt er þangað til komið er að litlu bílastæði. Þaðan tekur við um fimm mínútna ganga að Reykjafossi.
Náttúra
Drangey
Drangey rís sæbrött fyrir miðjum Skagafirði. Frá henni er víðsýni mikið um byggðir fjarðarins. Hún er að mestu úr móbergi, hrikalegt hamravígi. Er hennar fyrst getið í Grettis sögu en þar hafðist útlaginn við seinustu ár sín ásamt bróður sínum Illuga og þrælnum Glaumi og þar var hann veginn, helsjúkur, í skála sínum af Þorbirni öngli og mönnum hans. Það mun hafa verið nær veturnóttum árið 1031.
Fuglalíf er fjölbreytt í Drangey þótt mest beri þar á svartfuglategundum: stuttnefju, langvíu, álku og lunda. Stuttnefjan og langvían verpa í bjarginu sjálfu en álkan einkum í urðum undir því. Lundinn grefur sér aftur á móti holur á brúnunum. Auk þess verpa rita og fýll í björgunum og hrafn og valur eiga sér þar einnig griðland.
Daglegar ferðir eru í Drangey frá Sauðárkróki, frá 20. maí til 20. ágúst, en þess utan eftir samkomulagi við Drangey Tours.