Gisting

Á Norðurlandi ættu allir að geta fundið gistingu við sitt hæfi. Þar eru mörg hótel af ýmsum stærðum og fjöldi annarra gistihúsa og gististaða, t.d. heimavistir skóla, bændagisting bæði í sérhúsum og í herbergjum á heimilum bænda.
Tjaldsvæði eru fjölmörg en eins og í öðrum landshlutum misjöfn að gæðum. Á nokkrum stöðum hefur verið lögð mikil vinna í uppbyggingu góðra tjaldsvæða með fjölbreyttri þjónustu. Ágæt tjaldsvæði eru í öllum kaupstöðum og einnig á nokkrum öðrum stöðum. Má þar t.d. nefna Bakkaflöt í Skagafirði, Hrafnagil og Húsabrekku í nágrenni Akureyrar, Vaglaskóg og Vatnajökulsþjóðgarð (Ásbyrgi).
Svefnpokagisting
Mörg gistiheimili, einfaldari hótel, farfuglaheimili og aðilar sem reka bændagistingu, bjóða upp á svefnpokapláss, en það er ódýrara en uppábúið rúm.
Íbúðir
Íbúðagisting er hentugur valkostur fyrir þá sem gjarnan vilja vera út af fyrir sig, elda sjálfir og komast í nánari snertingu við heimamenn. Hægt er að velja úr íbúðagistingu í ýmsum verðflokkum.
Farfuglaheimili og Hostel
Einföld og ódýr gisting, sem hentar þeim sem vilja ekki eyða of miklu í gistingu. Farfuglaheimili eru sérstaklega vinsæl hjá yngra fólki sem kýs einfaldan ferðamáta.
Bændagisting
Gisting á bóndabæ er alveg sérstök upplifun og fyrir þá sem vilja reyna eitthvað nýtt og komast nær fólkinu í landinu er bændagisting frábær kostur.
Sumarhús
Það er notalegt að gista í sumarhúsi og slík gisting er sérstaklega hentug þegar fleiri ferðast saman.
Tjaldsvæði
Ódýrasta gisting sem völ er á. Fjölmörg tjaldstæði eru um allt land, flest opin frá maí og fram í september.
Heimilt er að tjalda til einnar nætur á óræktuðu landi. Landeigendur þurfa að gefa til kynna undantekningar á þeirri reglu með merkingum. Af tillitssemi við landið og eigendur þess ættu menn þó að nýta sér merkt tjaldsvæði verði því við komið og ekki tjalda nærri bæjum án leyfis. Hópum ber undantekningarlaust að ráðfæra sig við rétthafa lands ef þeir hyggjast slá upp tjaldbúð utan merktra tjaldsvæða.
Óheimilt er að tjalda innan þéttbýlis nánast undartekningarlaust, utan tjaldsvæða.
Gistiheimili
Um allt land má finna gistihús, mörg hver einkarekin. Gistihús eru oftast minni og persónulegri en hótel og yfirleitt ódýrari.
Heimagisting
Um allt land má finna gistihús, mörg hver einkarekin. Gistihús eru oftast minni og persónulegri en hótel og yfirleitt ódýrari.
Hótel
Á Íslandi er fjöldinn allur af hótelum í ýmsum verð- og gæðaflokkum. Flestir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
Fjallaskálar
Á hálendi Íslands eru fjallakofar og skálar helstu gistimöguleikarnir.