Local Food - Matarhátíð á Norðurlandi

Tjaldsvæðið á Hofsósi

Tjaldstæðið á Hofsósi er skjólgott tjaldsvæði með rafmagni og aðstöðuhúsi með köldu og heitu vatni, sturtu og klósettlosun fyrir húsbíla. Stutt er í hina nýju, margverðlaunuðu sundlaug á Hofsósi.

Ýmis afþreying er í boði á Hofsósi og í sveitum í kring. Má þar nefna gönguferðir um gamla bæinn við Pakkhúsið og bryggjuna, niður í Grafarós og Staðarbjargarvík, fara í sund í hinni margverðlaunuðu sundlaug á Hofsósi, kíkja í Vesturfarasetrið og á Samgönguminjasafnið í Stóragerði. Þórðarhöfði er skammt undan, en gönguferð í Þórðarhöfða er stórkostleg upplifun. Góðir veitingastaðir eru á Hofsósi.

Tjaldsvæði á Sauðárkróki, Hofsós, Hólum og Varmahlíð eru í samstarfi þannig að hægt er að gista fyrstu nóttina á einhverju af þessum fjórum tjaldsvæðum og fá þá lægra verð næstu nótt á eftir á einhverju af hinum tjaldsvæðunum. Nauðsynlegt er að framvísu greiðslukvittun af fyrra tjaldsvæði.

Opnunartími er frá miðjum maí og fram á haust, en endaleg lokun fer eftir veðri.

Flott aðstaða í fallegu umhverfi.

46562733ba6d2ed1143f7d01aa6b52ce
Tjaldsvæðið á Hofsósi

Við Hofsósbraut, bakvið grunnskólann

GPS punktar N65° 53' 53.696" W19° 24' 20.707"
Sími

899-3231

Opnunartími 13/05 - 12/09
Þjónusta Losun skólptanka Hundar leyfðir Almenningssalerni Sundlaug Íþróttavöllur Leikvöllur

Tjaldsvæðið á Hofsósi - ferðaupplýsingar

Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands

Aðrir

Lynghorse
Dagsferðir
  • Lynghóll
  • 551 Sauðárkrókur
  • 868-7224

Aðrir

Pakkhúsið
Söfn
  • 565 Hofsós
  • 530-2200, 453-7935

Aðrir

Veitingastofan Sólvík
Veitingahús
  • Sólvík
  • 565 Hofsós
  • 861-3463, 453-7930
Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)