Local Food - Matarhátíð á Norðurlandi

CJA gisting

Hjónin Cornelia og Aðalsteinn hafa breytt einbýlishúsi á jörðinni sinni, Hjalla í Reykjadal, í lítið fjögurra herbergja gistiheimili. Þau bjóða upp á einföld og ódýr herbergi með morgunverði í kyrrlátu umhverfi og heimilislegu andrúmslofti. Hægt er að fá einfaldan heimiliskvöldmat ef pantað er með fyrirvara.
Hjalli er einstaklega vel staðsettur í eingöngu 2 km fjarlægð frá byggðarkjarnanum að Laugum - nærri nauðsynjum og náttúruperlum en um leið aðeins út úr iðju og asa. Ekið er eftir malarvegi sem liggur suður frá Laugum austan Reykjadalsár (þjóðvegur 1 er vestan við ánna). Við Hjallaveginn standa nokkur hús, bæir og sumarbústaðir en vegurinn endar svo aðeins frá því öllu, á Hjalla. Þá má geta þess líka að Hjalli er skógræktarjörð og umhverfið tilvalið til göngu og útivistar auk þess sem þar má bæði finna ber og sveppi.

Aðalsteinn og Cornelia leggja áherslu á persónulega þjónustu, hlýlegt viðmót og slakandi umhverfi

CJA gisting

Hjalli

GPS punktar N65° 42' 5.164" W17° 21' 2.133"
Sími

464-3757

Vefsíða www.cja.is
Gisting 9 Rúm
Opnunartími Allt árið
Þjónusta Reykingar bannaðar Heimilisveitingar Hótel / gistiheimili Aðgangur að interneti Tekið við greiðslukortum
Flokkar Gistiheimili

CJA gisting - ferðaupplýsingar

Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands

Aðrir

Gistihúsið Staðarhóli
Gistiheimili
 • Staðarhóll, Aðaldalur
 • 641 Húsavík
 • 464-3707
Hótel Edda Stórutjarnir
Hótel
 • Stórutjarnir/Ljósavatnssk.
 • 601 Akureyri
 • 444-4890
Náttúra
15.73 km
Goðafoss

Goðafoss er foss í Skjálfandafljóti í Bárðadal. Hann er 12 metra hár og 30 metra breiður í 4 meginhlutum. Goðafoss er meðal stærstu fossa landsins og er jafnframt talinn einn sá fallegasti. Goðafoss skartar sínu fegursta allan ársins hring.

Klettar á skeifulaga fossbrúninni greina Goðafoss í tvo meginfossa sem eru 9 og 17 metra háir og steypast fram af hraunhellunni skáhalt á móti hvor öðrum.
Goðafoss er einungis spölkorn frá þjóðvegi 1, vel merktur og ætti varla að fara fram hjá nokkrum sem þarna á leið um. Fyrir þeim sem koma að austan blasir hann við þegar ekið er ofan af Fljótsheiði.

Aðrir

Gistihúsið Staðarhóli
Gistiheimili
 • Staðarhóll, Aðaldalur
 • 641 Húsavík
 • 464-3707
Hótel Edda Stórutjarnir
Hótel
 • Stórutjarnir/Ljósavatnssk.
 • 601 Akureyri
 • 444-4890
Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)