Local Food - Matarhátíð á Norðurlandi

Gistiheimilið Hof / Ferðaþjónustan Hofi

Hof er í austanverðum Vatnsdal, við þjóðveg 722, 16 km frá hringveginum, þjóðvegi 1.

Gistiaðstaða í sérhúsi á sveitabæ. 6x2ja manna herbergi með baði, 3 x 2ja manna herbergi án baðs. Morgunmatur fylgir gistingu. Eldhús og hlýleg, stór setustofa. Heitur pottur, grillhús. Góð aðstaða fyrir minni hópa.

• Kreditkort (Visa/Euro/Mastercard)
• Reyklaus gisting
• Hefðbundinn búskapur
• Fuglaskoðun
• Merktar gönguleiðir
• Heitur pottur
• Húsdýr til sýnis
• Máltíðir, aðrar en morgunmatur eru í boði ef pantað er fyrirfram.
• Eldunaraðstaða og grillhús

Sauðburður í maí, gisting og þátttaka. Göngur og réttir í september. Fuglaskoðun. Silungsveiðileyfi útveguð. Landnámsjörð Vatnsdælasögu. Mjög góðar gönguleiðir í nágrenninu, nátturu- og/eða söguskoðun.

Næsta verslun: Blönduós, 32 km

Gistiheimilið Hof / Ferðaþjónustan Hofi

Austur Húnavatnssýsla

GPS punktar N65° 23' 0.503" W20° 13' 33.942"
Vefsíða www.hof-is.com
Opnunartími Allt árið
Þjónusta Opið allt árið Fundaraðstaða Reykingar bannaðar Athyglisverður staður Gönguleið Heimilisveitingar Fuglaskoðun Svefnpokapláss Hótel / gistiheimili Veiðileyfi Eldunaraðstaða Heitur pottur Húsdýragarður Tekið við greiðslukortum

Gistiheimilið Hof / Ferðaþjónustan Hofi - ferðaupplýsingar

Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands

Aðrir

Hestar og ferðir
Heimagisting
  • Hvammur 2
  • 541 Blönduós
  • 452-7174, 782-1797
Saga og menning
24.31 km
Þingeyrakirkja

Þingeyrar var fyrrum eitt kunnasta stórbýli í Húnaþingi og kirkjustaður. Frá Þingeyrakirkju er ein víðasta og fegursta útsýn í sýslunni. Talið er að enginn bær hafi verið eins stór og vel hýstur sem Þingeyrar enda sátu þar auðmenn og höfðingjar um aldir. Þingeyrarkirkja er byggð úr steini og var vígð árið 1877. Á Þingeyrum var fyrsta munkaklaustur Íslands stofnað árið 1133.

er ein víðasta og fegursta útsýn í sýslunni. Talið er að enginn bær hafi verið eins stór og vel hýstur sem Þingeyrar enda sátu þar auðmenn og höfðingjar um aldir. Þingeyrakirkja er byggð úr steini og var vígð árið 1877. Á Þingeyrum var fyrsta munkaklaustur Íslands stofnað árið 1133.

Náttúra
18.44 km
Vatnsdalshólar

Vatnsdalshólar eru einkennilegir ásýndum og lengi hefur verið óvíst um uppruna þeirra. Hólarnir eru margbreytilegir að lit og lögun. Sumir eru keilumyndaðir, aðrir sem bunkar eða kambar að lögun. Vatnsdalshólarnir ná yfir rúmlega fjögurra ferkílómetra svæði og hafa þeir verið taldir meðal þriggja náttúrufyrirbrigða á Íslandi sem væru óteljandi, hin tvö voru vötnin á Arnarvatnsheiði og eyjarnar á Breiðafirði.

Aðrir

Þingeyrakirkja
Söfn
  • Þingeyrum
  • 541 Blönduós
  • 895-4473
Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)