Local Food - Matarhátíð á Norðurlandi

Gistiheimilið Lyngholt

Gistiheimilið Lyngholt á Þórshöfn býður upp á notalega og heimilislega gistingu. Góð eldhúsaðstaða og útigrill fyrir gesti og aðgangur að þvottavélum. Flatskjár á öllum herbergjum, þráðlaust internet og aðgangur að tölvu. Lyngholt er með gistirými fyrir 30 manns í 4 húsum.

Tilvalið er að dvelja á Þórshöfn og fara í gönguferðir í nágrenninu, það eru nokkrar merktar leiðir í næsta nágrenni. Að ganga t.d. Rauðanesið er einstök upplifun, þar er óvenjulegt landslag, hellar, steinbrýr, stuðlaberg og mikið fuglalíf.

Á Langanesi er margt að sjá; fjöldi eiðibýla, mikill rekaviður, fallegar fjörur og ótrúlega fjölbreytt fuglalíf. Súlubyggðin á Stórakarli er einstök og er sérlega aðgengilegt að fylgjast með Súlunni af útsýnispalli sem stendur út af bjargbrúninni.

Gistiheimilið Lyngholt

Langanesvegur 12

GPS punktar N66° 12' 0.178" W15° 20' 14.218"
Sími

468-1238

Vefsíða www.lyngholt.is
Gisting 14 Herbergi / 25 Rúm
Opnunartími Allt árið
Flokkar Gistiheimili

Gistiheimilið Lyngholt - ferðaupplýsingar

Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands

Náttúra
19.58 km
Langanes

Langanes teygist næstum 40 km út í hafið til norðausturs. Á nesinu skiptast á mýrar, holt og melar. Allgrösugt er þar víða og sauðlönd góð. Við Langanes hafa verið gjöful fiskimið frá fornu fari og fiskveiðar stundaðar af krafti. Þar er fjölbreytt fuglalíf. Mikil hlunnindi hafa þar löngum verið af reka, æðarvarpi og bjargfuglatekju. Sjaldgæfar jurtir vaxa á Langanesi svo sem flétta sem kallast klettakróða.

Undir Skoruvíkurbjargi er klettadrangur sem heitir Stórikarl. Þar er mesta súluvarp á Norðurlandi og einnig verpa þar margar aðrar fuglategundir t.d. langvía, ryta og fýll.

Langanes er tilvalinn staður til að njóta kyrrðarinnar útí náttúrunni.

Aðrir

N1 - Þjónustustöð
Kaffihús
  • Fjarðarvegur 2
  • 680 Þórshöfn
  • 468 1174
Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)