Local Food - Matarhátíð á Norðurlandi

Sandur Gistiheimili

Gistiheimilið býður upp á mismunandi gerðir af herbergjum, frá eins manns herbergjum upp í stórt herbergi með tvíbreiðu rúmi og sér baðherbergi! Öll herbergin eru nýuppgerð.

Við erum viss um að þú munt finna hentugasta herbergið fyrir dvöl þína.

Frá gistiheimilinu Sandi er hægt að nálgast allar helstu náttúruperlur Norðurlands en gista á svæði sem er staðsett í rólegu þorpi nálægt heimskautsbaug.

Á hverjum morgni er borðinn fram morgunverður á veitingastaðnum okkar Báran, sem er staðsett rétt handan götunnar.

Við hlökkum til að taka á móti ykkur - Láttu upplifun þína byrja hjá okkur.

012a1fe0ceb031b8e5e54b1d60d59bb2
Sandur Gistiheimili

Eyrarvegur 3

GPS punktar N66° 11' 49.992" W15° 20' 11.440"
Sími

468-1250

Opnunartími Allt árið

Sandur Gistiheimili - ferðaupplýsingar

Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands

Náttúra
11.63 km
Lambanes

Malarvegur nr. 869 leiðir þig á Langanesið. Nálægt bænum Ytra-Lóni er falleg fjara, ein fárra fjara á Íslandi sem er ekki með svörtum sand. Hér gefst gott tækifæri til að fylgjast með ríku fuglalífi svæðisins og er lítið fuglahús í nágrenninu. Ekki missa af því að ganga þessa fallegu strönd.

Lambanes er aðgengilegt á sumrin.

Náttúra
19.80 km
Langanes

Langanes teygist næstum 40 km út í hafið til norðausturs. Á nesinu skiptast á mýrar, holt og melar. Allgrösugt er þar víða og sauðlönd góð. Við Langanes hafa verið gjöful fiskimið frá fornu fari og fiskveiðar stundaðar af krafti. Þar er fjölbreytt fuglalíf. Mikil hlunnindi hafa þar löngum verið af reka, æðarvarpi og bjargfuglatekju. Sjaldgæfar jurtir vaxa á Langanesi svo sem flétta sem kallast klettakróða.

Undir Skoruvíkurbjargi er klettadrangur sem heitir Stórikarl. Þar er mesta súluvarp á Norðurlandi og einnig verpa þar margar aðrar fuglategundir t.d. langvía, ryta og fýll.

Langanes er tilvalinn staður til að njóta kyrrðarinnar útí náttúrunni.

Aðrir

Ytra-Áland
Gistiheimili
  • Þistilfjörður
  • 681 Þórshöfn
  • 468-1290, 863-1290
Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)