Gisting Ytra Lón

Ytra Lón er við veg nr.869, 14 km norðaustur af Þórshöfn. Flugferðir eru til og frá Akureyri alla daga nema um helgar.

Ertu að leita að ró og næði? Við getum mælt með þetta notalega gistiheimili. Þar sem það er staðsett á miðju Langanesi er það góður kostur til að byrja skoðunarferð um þennan norð-austur hluta Íslands. Það er afskekkt, en virkilega þess virði. Friður fyrir sálina, með fjöllin, hafið, fuglana...

Boðið er upp á gistingu í 9 stúdíó íbúðum hver um 30m2, með baðherbergi og eldhúsblokk. Tveggja- og þriggja manna, einnig tilvalið fyrir fjölskyldur með 2 börn.


Við bjóðum upp á:
Morgunmatur og kvöldmatur með ferskum afurðum úr sveitinni, s.s. lambakjöt af eigin framleiðslu og ferskur silungur úr lóninu.

Leiðsögn um búið

Heitur pottur

Silungsveiði í lóninu

Skoðunarferðir um Langanesið

Gisting Ytra Lón

Langanes

GPS punktar N66° 14' 46.332" W15° 9' 6.481"
Sími

846-6448

Vefsíða www.ytralon.is
Gisting 9 Íbúðir
Opnunartími Allt árið
Þjónusta Hundar leyfðir Reykingar bannaðar Gönguleið Fuglaskoðun Hótel / gistiheimili Selalátur Veitingastaður Veiðileyfi Eldunaraðstaða Heitur pottur Kjörbúð Handverk til sölu Flugvöllur Leikvöllur Morgunverður eingöngu

Gisting Ytra Lón - ferðaupplýsingar

Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands

Náttúra
10.79 km
Langanes

Langanes teygist næstum 40 km út í hafið til norðausturs. Á nesinu skiptast á mýrar, holt og melar. Allgrösugt er þar víða og sauðlönd góð. Við Langanes hafa verið gjöful fiskimið frá fornu fari og fiskveiðar stundaðar af krafti. Þar er fjölbreytt fuglalíf. Mikil hlunnindi hafa þar löngum verið af reka, æðarvarpi og bjargfuglatekju. Sjaldgæfar jurtir vaxa á Langanesi svo sem flétta sem kallast klettakróða.

Undir Skoruvíkurbjargi er klettadrangur sem heitir Stórikarl. Þar er mesta súluvarp á Norðurlandi og einnig verpa þar margar aðrar fuglategundir t.d. langvía, ryta og fýll.

Langanes er tilvalinn staður til að njóta kyrrðarinnar útí náttúrunni.

Aðrir

N1 - Þjónustustöð
Kaffihús
  • Fjarðarvegur 2
  • 680 Þórshöfn
  • 468 1174
Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)
Local Food - Matarhátíð á Norðurlandi