Local Food - Matarhátíð á Norðurlandi

Ytra-Áland

Ytra-Áland er í Þistilfirði, milli Þórshafnar og Raufarhafnar. Þaðan er fallegt útsýni og sólarlagið oft einkar fallegt. Góðar gönguleiðir eru í nágrenninu t.d. er merkt leið á Rauðanesi og á Óttarshnjúk.
Kvöldganga með ströndinni eða fjöruferð nýtur jafnan vinsælda hjá dvalargestum.

Góð staðsetning til skoðunarferða um Þingeyjarsýslur.
Áhugaverðir staðir eru m.a. Langanes, Melrakkaslétta, Ásbyrgi, Jökulsárgljúfur, Dettifoss og Mývatn. Næsta þéttbýli / sundlaug: Þórshöfn u.þ.b. 15 mín akstur.

Afþreying: Skoðunarferðir um nágrennið með leiðsögn, hestaleiga og veiðileyfi eru seld í ám og vötnum

Ytra-Áland

Þistilfjörður

GPS punktar N66° 12' 30.205" W15° 32' 52.594"
Fax

468-1390

Gisting 12 Rúm / 1 Hús
Opnunartími Allt árið
Þjónusta Hestaferðir Heimilisveitingar Svefnpokapláss Hótel / gistiheimili Veiðileyfi Eldunaraðstaða Aðgangur að interneti Tekið við greiðslukortum

Ytra-Áland - ferðaupplýsingar

Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands

Náttúra
12.17 km
Rauðanes

Rauðanes í Þistilfirði er falleg og sérstæð náttúruperla. Um nesið er merkt gönguleið sem er um 7 km, liggur í hring og er auðfarin. Á nesinu er lyngmór allsráðandi en einnig er þar nokkurt graslendi.
Í byrjun gönguleiðarinnar er gengið fram á Háabjarg sem er um 60 metra hátt og í því sést hvernig berglögin hafa hlaðist hvert ofan á annað í aldanna rás. Útsýni af nesinu er mjög víðfeðmt.

Aðrir

N1 - Þjónustustöð
Kaffihús
  • Fjarðarvegur 2
  • 680 Þórshöfn
  • 468 1174
Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)