Local Food - Matarhátíð á Norðurlandi

Ferðaþjónustan á Hólum

Á Hólum er boðið upp á gistingu í smáhýsum og íbúðum og er eldunaraðstaða og borðbúnaður í þeim öllum. Veitingastaðurinn Undir Byrðunni er í háskólabyggingunni og er opinn allt árið.

Hólar í Hjaltadal eru einn merkasti sögu- og menningarstaður landsins. Margt er að skoða á Hólum svo sem Háskólann, Hóladómkirkju, Auðunarstofu, Nýjabæ, fornleifauppgröft og Sögusetur íslenska hestsins.

Gott útivistarsvæði með merktum gönguleiðum við allra hæfi er á Hólum einnig eru í boði lengri og meira krefjandi leiðir.

Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana. Hundar eru leyfðir á tjaldsvæðinu.

Ferðaþjónustan á Hólum

Hjaltadalur

GPS punktar N65° 43' 57.349" W19° 6' 46.849"
Sími

455-6333

Fax

455-6301

Gisting 23 Herbergi / 84 Rúm / 16 Íbúðir / 7 Hús
Opnunartími Allt árið
Þjónusta Opið allt árið Green Globe - viðmið Gönguleið Hótel / gistiheimili Kaffihús Veitingastaður Sundlaug Heitur pottur Golfvöllur Gúmíbátaferðir Handverk til sölu Hraðbanki Kirkja Bátsferðir Flugvöllur Tekið við greiðslukortum

Ferðaþjónustan á Hólum - ferðaupplýsingar

Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands

Aðrir

Lynghorse
Dagsferðir
  • Lynghóll
  • 551 Sauðárkrókur
  • 868-7224
Saga og menning
0.09 km
Hólar í Hjaltadal

Hólar eru einn sögufrægasti staður Íslands og biskupssetur um aldir, auk þess voru Hólar höfuðstaður Norðurlands í yfir 700 ár. Á Hólum hefur staðið kirkja frá 11. öld en núverandi dómkirkja á Hólum var vígð árið 1763. Hóladómkirkja er elsta steinkirkja á Íslandi. Hólaskóli tók til starfa árið 1882 sem bændaskóli en skólahald á staðnum má rekja allt aftur til upphafs biskupssetursins. Fornleifauppgröftur hefur farið fram á Hólum síðustu ár og hafa yfir 40 þúsund munir fundist og eru nokkrir þeirra til sýnis í gamla skólahúsinu.

Aðrir

Hóladómkirkja
Söfn
  • Hólar í Hjaltadal
  • 551 Sauðárkrókur
  • 453-6300
Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)