Veitingar

Norðlendingar eru þekktir fyrir að vera miklir matgæðingar og matarvenjur og matarhefðir eiga sér áralanga sögu.
Á Norðurlandi er fjöldi veitingahúsa þar sem aðaláherslan er á að matreiða fjölbreyttan mat úr fersku hráefni. Veitingahúsaflóran er fjölbreytt og á svæðinu eru t.d. austurlenskir, ítalskir, fjölþjóðlegir og rammíslenskir veitingastaðir auk skyndibitastaða af flestum gerðum.
Komið og gæðið ykkur á hágæða norðlensku hráefni, framreiddu að hætti heimamanna.
Á Norðurlandi er stór viðburður sem heitir Local Food Festival sjá nánar á www.localfood.is þar er að finna uppskeru í mat og matarmenningu ár hvert.
Beint frá býli
Beint frá býli er merki fyrir þá sem selja, framleiða eða framreiða matvæli beint úr héraði.
Kaffihús
Kaffihúsaflóran á Norðurlandi er þekkt fyrir heimabakað bakkelsi og hlýlegheit. Ekki láta þau framhjá þér fara í þinni dagsrká fyrir Norðan.
Veitingahús
Veitingahús á Norðurlandi eru afar fjölbreytt og vinna fyrst og fremst með ferskt og gott hráefni frá Norðurlandi. Hérna má sjá yfirlit yfir þá veitingastaði sem verða með sérstakan Local Food Menu í tilefni af Local Food Festival.