Gistiheimilið Engimýri

Gistiheimilið að Engimýri, Öxnadal er heilsárs gistiheimili staðsett aðeins 34 km vestan Akureyrar við þjóðveg númer 1. Öll herbergin eru með uppábúnum rúmum, sjónvarpi og öðrum þægindum. Rúmgóður og bjartur veitingastaður er á staðnum.

Hraunsvatn og Þverbrekkuvatn eru í göngufæri frá gistiheimilinu mikill fiskur er í vötnunum og hefur verið frítt að veiða til þessa. Ótrúleg náttúrufegurð er í Öxnadal og margt að skoða. Margar fjölbreyttar gönguleiðir eru í nágreninu. Boðið er uppá skotveiði á haustin. Stutt er í sund að Þelamörk.

Á Engimýri bjóðum við uppá fjórhjólaferðir um Öxnadalinn fyrir einstaklinga og hópa. Í boði eru ferðir við allra hæfi, allt frá klukkutíma ferðum til dagsferða. Einnig bjóðum við uppá lengri ferðir um hálendi landsins.

Við getum tekið við hópum á bilinu 20-30 manns í einni ferð og bjóðum uppá að halda veislur eftirá. Ef hópar eru stærri er hægt að hafa hópinn tvískiptan og hinn helmingurinn fer í leiki eða létta gönguferð.

Við höfum langa reynslu af skipulagningu ferða um hálendið, jafnt að sumri sem vetri. Reyndir leiðsögumenn, öll öryggistæki og búnaður, fyrsta flokks matur og allt sem til þarf. Láttu okkur um að skipuleggja fyrir þig ævintýraferð um hálendið,hvataferð fyrir vinnuna eða hvað svosem ykkur dettur í hug þar sem þú vilt bæði reyna og njóta

Gistiheimilið Engimýri

Engimýri 3, Öxnadalur

GPS punktar N65° 34' 10.773" W18° 32' 35.663"
Vefsíða www.engimyri.is
Gisting 8 Herbergi / 16 Rúm
Opnunartími Allt árið
Þjónusta Reykingar bannaðar Gönguleið Útsýni Hótel / gistiheimili Veitingastaður Veiðileyfi Heitur pottur Handverk til sölu Bar

Gistiheimilið Engimýri - ferðaupplýsingar

Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands

Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)
Local Food - Matarhátíð á Norðurlandi