Hannes Boy
Hannes Boy er hlýlegur og sérstæður veitingasalur sem býður upp á huggulegt og rómantískt umhverfi með útsýni yfir fallega smábátahöfnina og tignarleg fjöllin. Staðurinn stendur í nýuppgerðu sólgulu húsi við smábátahöfnina á Siglufirði og er nefndur eftir sjóaranum Hannesi. Hannes var í uppáhaldi hjá mörgum bæjarbúum, hann ataðist gjarnan í strákunum við höfnina og fékk þannig viðurnefnið Boy.
Veitingastaðurinn opnaði árið 2010 og er þar boðið upp á fínni mat. Staðurinn er opinn alla daga yfir sumartímann, frá júní og þar til seinnipartinn í ágúst. Á veturna er opið eftir pöntunum eða við sérstök tilefni og ávallt er tekið á móti hópum.
Hannes Boy er einn af þremur veitingastöðum sem tilheyrir Sigló Hótel. Hinir tveir veitingastaðirnir eru Kaffi Rauðka og veitingastaðurinn Sunna sem er staðsettur inn á hótelinu.
Gránugata 23
Hannes Boy - ferðaupplýsingar
Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands
Svefnpokagisting
Skíðasvæðið Tindaöxl
Gönguferðir
Top Mountaineering
Dagsferðir
Amazing Mountains ehf.
Gistiheimili
Kaffi Klara - Gistihús og veitingar
Gestastofur
Segull 67 Brugghús
Sundlaugar
Sundlaugin Siglufirði
Sundlaugar
Sundlaugin Ólafsfirði
Vetrarafþreying
Skíðasvæðið Skarðsdal
Aðrir
- Íþróttamiðstöðin Hóll
- 580 Siglufjörður
- 4617730, 8486997
- Brúnastaðir, Fljót
- 570 Fljót
- 8691024
- Skeggjabrekka
- 625 Ólafsfjörður
- 466-2611
Saga og menning
Síldarminjasafn Íslands
Síldarminjasafn Íslands
Síldarminjasafn Íslands er eitt af stærstu söfnum landsins. Í þremur húsum kynnumst við síldveiðum og vinnslu á silfri hafsins. Róaldsbrakki er norskt síldarhús frá 1907. Þar er flest eins og var á árum síldarævintýrisins þegar síldarfólkið bjó þar. Í Gránu er safn um sögu bræðsluiðnaðarins sem löngum var kallaður fyrsta stóriðja Íslendinga. Í Bátahúsinu liggja bátar, stórir og smáir, við bryggjur. Síldarminjasafnið hlaut Íslensku safnverðlaunin 2000 og Evrópuverðlaun safna 2004, þegar það var valið besta, nýja iðnaðarsafn Evrópu.
Síldin var einn helsti örlagavaldur Íslands á 20. öld og grunnur þess að landsmenn hurfu frá áralangri fátækt og gátu byggt upp nútíma samfélag. Atburðirnir í kring um síldina voru svo mikilvægir fyrir fólkið og landið að talað var um ævintýri - síldarævintýrið. Við hverja höfn, norðanlands- og austan risu síldarbæir stórir og smáir. Siglufjörður var þeirra stærstur og frægastur. Þótt norðurlandssíldin sé fyrir löngu horfin ber staðurinn skýr merki hinna stórbrotnu atburða síldaráranna.
Opnunartímar eru sem hér segir:
Maí og september: 13 - 17
Júní, júlí og ágúst: 10 - 18
Vetur: Eftir samkomulagi
Siglufjörður er aðeins í klukkustundar akstursfjarlægð frá Akureyri!
Náttúra
Héðinsfjörður
Héðinsfjörður er tæplega 6 km langur eyðifjörður nyrst á Tröllaskaga, á milli Hestfjalls að vestan og Hvanndalabyrðu að austan. Fyrir botni fjarðarins er ágætt veiðivatn, Héðinsfjarðarvatn, og er útrennsli úr því um Héðinsfjarðarós út í fjörðinn. Næsta byggð til vesturs er á Siglufirði og til austurs á Ólafsfirði.
Inn af fjarðarbotninum er fagur dalur, 5-6 kílómetra langur. Stórt silungsvatn, 1,7 ferkílómetrar að stærð, prýðir dalinn, 3 metra yfir sjávarmáli. Það er vatnableikja og mikil sjóbleikja í vatninu, 1-5 pund. Hún gengur í það síðla sumars.
Mikið dýralíf er við vatnið og fuglar spakir. Sögur eru til af rebba, sem hefur heimsótt veiðimenn alls óhræddur og sótt sér fisk fyrir lítið. Þetta vatn er ekki mikið stundað, en á þó sína áhangendur, sem sækjast eftir friði og góðri veiði. Veiðihús er við norðurenda vatnsins.
Næga afþreyingu er að hafa við Héðinsfjörð og á Tröllaskaga hvort sem það er að vetri til eða sumri til; skíði, snjósleðaferðir, sjóferðir, golf, fótbolti, gönguferðir, hestaferðir, veiði, söfn og margt fleira.
Saga og menning
Náttúrugripasafn Fjallabyggðar
Náttúrugripasafn Fjallabyggðar er fyrst og fremst fuglasafn og þykir mjög gott sem slíkt. Safnið býr yfir allflestum fuglategundum landsins, en einnig er þar að finna eggjasafn, vísi að plöntusafni, ísbjörn sem skotinn var á Grímseyjarsundi, refi í greni, geithafur, krabba og fleira.
Náttúrugripasafni Fjallabyggðar var komið upp árið 1993 og hefur vaxið stöðugt síðan. Ari Albertsson fuglaáhugamaður stoppaði upp megnið af fuglum safnsins og sá um uppsetningu þess. Þá gáfu afkomendur Jóns Sigurjónssonar og Birnu Finnsdóttur frá Ytri-Á á Kleifum safninu eggja og fuglasafn þeirra hjóna.
Safnið er opið alla daga á sumrin nema mánudaga frá kl. 14-17. Hægt er að semja um opnun utan þessa tíma fyrir hópa.
Náttúra
Fjaran á Ólafsfirði
Hægt er að leggja bílnum í bænum og fara í göngutúr að fallegri svartri strönd, gengið er í átt að Kleifum. Einnig er hægt að komast að ströndinni á bíl en verið viss um að leggja á afmörkuð bílastæði.
Söfn
Síldarminjasafn Íslands
Söfn
Náttúrugripasafnið Ólafsfirði
Gistiheimili
Kaffi Klara - Gistihús og veitingar
Gestastofur
Segull 67 Brugghús
Aðrir
- Aðalgata 14
- 625 Ólafsfjörður
- 466-2651, 848-4071
- Norðurgata 1
- 580 Siglufjörður
- 467-2300
- Túngata 5
- 580 Siglufjörður
- 865-6543
- Norðurgata 7b
- 580 Siglufjörður
- Aðalgata 13
- 625 Ólafsfjörður
- 853-8020, 466-2188
Veitingahús
Torgið
Hótel
Brimnes Bústaðir
Upplýsingamiðstöðvar
Upplýsingamiðstöð Fjallabyggðar - Ólafsfirði (Svæðismiðstöð)
Gestastofur
Segull 67 Brugghús
Kaffihús
Kaffi Rauðka
Upplýsingamiðstöðvar
Upplýsingamiðstöð Fjallabyggðar, Siglufirði
Hótel
Hótel Siglunes
Kaffihús
Gistiheimili
Kaffi Klara - Gistihús og veitingar
Kaffihús
Frida súkkulaðikaffihús
Aðrir
- Tjarnargata 6
- 580 Siglufjörður
- 467-1415
- Gránugata 5b
- 580 Siglufjörður
- 8541236
- Bylgjubyggð 2
- 625 Ólafsfjörður
- 466-2272
- Hafnargata 16
- 625 Ólafsfjörður
- 466-4000, 868-7788