Local Food - Matarhátíð á Norðurlandi

Eyjardalsá Horse Riding

Njótið þess besta sem íslensk náttúra hefur uppá að bjóða af hestbaki. Hlustið á fuglasöng, niðinn í fljótinu og hófatakið.

Ferðirnar okkar henta bæði byrjendum og reyndari knöpum og ef þú sérð ekkert sem hentar þér af því sem við bjóðum uppá getum við sérsniðið ferð að þínum þörfum. Leiðin liggur að mestu leyti meðfram Skjálfandafljóti, einni af stærstu ám landsins, þar sem fylgt er fornum kindaslóðum, mótaðir af kindum sem hafa gengið sömu leiðirnar öldum saman. Leiðsögumaður ferðarinnar hefur mikla reynslu og þekkir hestana vel, en líka svæðið og sögurnar sem hafa lifað kynslóð fram af kynslóð.

Skoðið vefsíðuna eyjardalsa.is fyrir frekari upplýsingar og bókanir.

Eyjardalsá Horse Riding

Eyjardalsá

GPS punktar N65° 37' 19.780" W17° 31' 51.600"
Sími

6937757

Opnunartími Allt árið

Eyjardalsá Horse Riding - ferðaupplýsingar

Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands

Aðrir

Fermata North
Gistiheimili
 • Hólavegur 3
 • 650 Laugar
 • 899-4530
Laugar Gistiheimili
Sumarhús
 • Gerði
 • 650 Laugar
 • ???-????
CJA gisting
Gistiheimili
 • Hjalli
 • 650 Laugar
 • 8643757
Gistiheimilið Kiðagil
Gistiheimili
 • Barnaskóla Bárðdæla
 • 645 Fosshóll
 • 4643290, 895-3291
Natura
Gistiheimili
 • Hólavegur 1
 • 650 Laugar
 • 8884740
Vallakot Gistiheimili
Gistiheimili
 • Vallakot
 • 650 Laugar
 • 8633381
Hótel Laugar
Hótel
 • Laugar
 • 650 Laugar
 • 4664009
North Aurora Guesthouse
Heimagisting
 • Lautavegur 8
 • 650 Laugar
 • 860-2206
Öndólfsstaðir - Bed & breakfast
Gistiheimili
 • Öndólfsstaðir
 • 650 Laugar
 • 861-7607
Fosshóll við Goðafoss
Gistiheimili
 • Fosshóll
 • 641 Húsavík
 • 464-3108
Stóru-Laugar
Svefnpokagisting
 • Reykjadal
 • 650 Laugar
 • 464-2990
Svartaborg
Sumarhús
 • Rangá
 • 641 Húsavík
 • 6947020
Náttúra
9.72 km
Goðafoss

Goðafoss er foss í Skjálfandafljóti í Bárðadal. Hann er 12 metra hár og 30 metra breiður. Goðafoss er meðal stærstu fossa landsins og er jafnframt talinn einn sá fallegasti. Goðafoss skartar sínu fegursta allan ársins hring.

Goðafoss er einungis spölkorn frá þjóðvegi 1, vel merktur og ætti varla að fara fram hjá nokkrum sem þarna á leið um. Goðafoss á líka merkilegan sess í Íslandssögunni en Þorgeir Ljósvetningagoði kastaði hinum heiðnu goðum í fossinn eftir að hafa ákveðið að Íslendingar skyldu taka upp kristindóm og hafna heiðnum siðum, svona opinberlega að minnsta kosti. Goðafoss er hluti af Demantshringnum sjáðu hann hér www.demantshringurinn.is

Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)