Local Food - Matarhátíð á Norðurlandi

Hestaleigan Langhúsum

OPIÐ árið um kring.

2-6 klukkutíma túrar með reiðkennslu innifalinni (ef fólk er lítið vant eða byrjendur).

Hrossabúið Langhús er staðsett í Fljótum, á miðju Norðurlandi, miðsvæðis milli Sauðárkróks, Hofsóss, Siglufjarðar og Ólafsfjarðar. Við bjóðum upp á klæðskerasniðna útreiðartúra, 1-6 klukkutíma langa, og höfum úr ýmsum leiðum að velja, eftir árstíma og eftir smekk og getustigi gestaokkar. Fljótin eru falleg sveit, margir grösugir dalir sem kúra milli brattra hárra fjalla. Reiðleiðir okkar liggja niður á strönd, um dalina, fjallshlíðarnar, einnig við stöðuvatnið Hópsvatn. Við bjóðum upp á reiðtúra fyrir bæði byrjendur og vana, og við höfum gæðahesta fyrir allra smekk. Við leggjum áherslu á sveigjanleika, að hafa gaman af þessu, og öryggi gesta okkar. Reiðtúrinn er farinn á þeim hraða, lengd og erfiðleikastigi sem er skemmtilegt fyrir þig, á hestum sem hæfa getustigi þínu. Þú getur fengið tilsögn og lært meira í hestamennsku, og svo ferðu ferðina með bónda úr sveitinni sem leiðsögumanni/konu, þú getur því lært meira um náttúruna hér, menninguna, hvernig líf okkar er hér í sveitinni, og hvernig náttúrufar og landslag hefur mótað okkar kæra íslenska hest. Hross eru áhugamál allrar fjölskyldunnar á bænum, við erum það heppin að vinna við dýrin sem eru gleði okkar. Við hjónin á bænum höfum bæði lokið námi í hrossarækt og þjálfun á Hólaskóla, við ræktum hross, temjum hross, þjálfum hross, og höldum fjölskylduhestunum í góðri þjálfun fyrir allt það skemmtilega sem við brösum í hestamennskunni, hestaferðir, göngur og alls kyns vinnu og leik. Hrossin eru hæfileikarík og ættgóð, bakgrunnurinn er pottþéttur, og við bjóðum þér að koma með í reiðtúr.

Við höfum rekið hrossatengda þjónustu fyrir fólk úr öllum heimshornum síðan 1997, og selt hross til 15 landa.

Meiri upplýsingar og myndir á vefsíðu okkar http://icelandichorse.is/

Við tölum reiprennandi íslensku, ensku og dönsku, og höfum gjarnan þýskumælandi aðstoðarmann á sumrinn.

Hestaleigan Langhúsum

Langhús

GPS punktar N66° 3' 39.085" W19° 7' 17.479"
Sími

847-8716

Opnunartími Allt árið

Hestaleigan Langhúsum - ferðaupplýsingar

Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands

Aðrir

Deplar Farm
Hótel
 • Deplar
 • 570 Fljót
 • 349-7761
Lambanes-Reykir
Gistiheimili
 • Brúnastaðir, Fljótum
 • 570 Fljót
 • 467-1020, 869-1024
Ferðaþjónustan Sólgörðum
Gistiheimili
 • Sólgarðar
 • 570 Fljót
 • 867-3164
Gistihúsið Gimbur
Gistiheimili
 • Reykjarhóll
 • 570 Fljót
 • 899-3183
Ferðaþjónustan Brúnastöðum
Sumarhús
 • Brúnastaðir, Fljót
 • 570 Fljót
 • 467-1020, 869-1024
Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)