Sýsli tours
Við erum lítið fyrirtæki sem starfar í ferðaþjónustu og ökukennslu á Norðurlandi. Höfuðstöðvar okkar eru á Akureyri. Við bjóðum uppá skipulagðar sem og sérhæfðar ferðir eftir þínum óskum.
Okkar markmið er að veita þér góða og persónulega þjónustu. Við viljum að farþegum okkar líði sem vel og hafi það á tilfinningunni að þeir séu gestir okkar; þess vegna sérhæfum við okkur í minni hópum. Hámarksfjöldi í hópnum sem þú munt ferðast í eru 8 farþegar. Með því móti mun starfsfólk okkar hafa nægan tíma til þess að svara öllum þeim spurningum sem þú kannt að hafa.
Sýsli tours
GPS punktar
N65° 40' 52.057" W18° 5' 15.346"
Sími
Tölvupóstur
sysli@sysli.is
Vefsíða
www.sysli.is
Opnunartími
Allt árið
Sýsli tours - ferðaupplýsingar
Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands