Local Food - Matarhátíð á Norðurlandi

Iceak ehf.

IceAk er 3. kynslóðar fjölskyldu fyrirtæki sem sérhæfir sig í jeppaferðum frá Akureyri og nágreni allt árið um kring. Við bjóðum upp á úrval dagstúra til allra helstu náttúruperlna á Norðurlandi ásamt sérvöldum Extreme jeppaferðum til staða sem fáir eða engir aðrið fara á.
Við getum einnig boðið upp á lengri ferði í gegnum samstarfsaðila okkar.

Við notum sérútbúna jeppa fyrir 4-14 farþega í allar okkar ferðir þannig að grófir slóðar eða snjór er engin fyrirstaða fyrir okkur. Við leggjum okkur fram um að ferðir með okkur séu ógleimanlegur tími spennu og gleði.

Fyrir neðan eru nokkrar af þeim ferðum sem við bjóðum upp á:

Vacated valley Off-road Tour
Mývatn Off-road Tour
Laugarfell Off-road Tour
Flateyjardalur Off-road Tour
Askja Off-road Tour
The Diamond circle Tour
Mývatn Tour
Dettifoss Tour
Laufás Tour
Goðafoss Tour

Fleiri ferðir koma fljótlega.
ATH!! Hægt er að aðlaga allar okkar ferðir að þínum óskum.

Ef þú finnur ekki það sem þú leitar að á meðal okkar fyrirframskipulagðra ferða þá hvetjum við þig til að hafa samband og við sérsníðum túr eftir þínu höfði.

Iceak ehf.

Draupnisgata 7

GPS punktar N0° 0' 0.000" W0° 0' 0.000"
Vefsíða www.iceak.is

Iceak ehf. - ferðaupplýsingar

Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands

Aðrir

North Aurora Lodge
Sumarhús
  • Bollastaðir
  • 650 Laugar
  • 860-2206
Álfurinn Bæ
Sumarhús
  • Láfsgerði, Reykjadalur
  • 650 Laugar
  • 892-7278
Láfsgerði
Gistiheimili
  • 892-7278
Bakkakot Cabins
Sumarhús
Fyrir börnin
Léttar gönguleiðir

Ganga er heilsusamleg og skemmtileg afþreying fyrir alla fjölskylduna. Börnum þykir yfirleitt gaman að hreyfa sig en oftast þarf að vera einhver leikur fólginn í hreyfingunni. Mikilvægt er því að gera gönguna spennandi og ævintýralega og aðlaga hana sem mest að áhuga og getu yngstu þátttakendanna til að virkja þau og fá þau til að vilja fara aftur og aftur.

Á Norðurlandi eru margir áhugaverðir staðir sem börn hafa gaman að því að skoða, t.d. ganga í fjörunni við Hvítserk, Borgarvirki á Vatnsnesi, Kálfshamarsvík á Skaga, Kjarnaskógur rétt hjá Akureyri, Dimmuborgir í Mývatnssveit, Ásbyrgi, svartar fjörur á Melrakkasléttu og margt fleira.

Svo er nauðsynlegt að taka með sér nesti og njóta þess að borða úti í fallegri náttúrunni.

Fyrir börnin
Ýmis söfn

Það getur verið mikil upplifun fyrir börn að skoða söfn. Á Norðurlandi er safnaflóran mjög fjölbreytt og ættu allir fjölskyldumeðlimir að finna eitthvað við sitt hæfi. Hér eru nokkur dæmi um áhugaverð söfn fyrir börnin:

Selasetrið á Hvammstanga, Glaumbær í Skagafirði, Jólahúsið í Eyjafirði, Bíla- og tækjasafnið í Stóragerði, Smámunasafnið í Eyjafirði, Hvalasafnið á Húsavík, Fuglasafnið í Mývatnssveit og Flugsafnið á Akureyri.

Dýralíf
Selir

Selaskoðun er mikil upplifun og er hvergi betra að skoða þessi fallegu dýr en þar sem þeir njóta sín í sínu náttúrulega umhverfi. Selir eru forvitnir að eðlisfari þannig að með góðri myndavél er vel hægt að ná af þeim góðum myndum, í þeirra rétta umhverfi. Selaskoðun er upplifun sem mun lifa lengi í minnum og skapar svo sannarlega nýja sýn á líf og náttúru.

Selasetur Íslands er á Hvammstanga og þar er hægt að fræðast enn frekar um þessi flottu dýr.

Dýralíf
Fuglaskoðun

Fuglalífið á Norðurlandi er afar fjölskrúðugt og á svæðinu er að finna margvísleg búsvæði fugla og fjölbreytileiki fuglafánunnar er óvíða meiri en hér á landi. Votlendi er mikilvægt búsvæði margra íslenskra varpfuglategunda og á Norðurlandi er að finna nokkur slík svæði sem fræg eru fyrir fjölskrúðugt fuglalíf. Má þar nefna Mývatns- og Laxársvæðið en þar er að finna samankomnar flestar andategundir í heiminum, t.d. húsönd og skúfönd. Í friðlandi Svarfdæla er einnig að finna mjög fjölskrúðugt fuglalíf.

Sjávarströndin er búsvæði sjófuglanna og eru á Norðurlandi nokkur þekkt fuglabjörg, má þar nefna Grímsey, Rauðanúp og Langanes.

Fyrir börnin
Fjöruferðir

Það er fátt skemmtilegra en að vera barn og leika sér í fjörunni. Þar er oftar en ekki að finna marga skemmtilega steina, gömul bein, rekavið og ef maður er heppinn gæti maður rekist á flöskuskeyti. Svo er auðvitað mikið fjör að leika sér í flæðarborðinu og sulla í vatninu.

Fjaran á Vatnsnesinu er til dæmis mjög skemmtileg fjara og þar er líka hægt að skoða seli. Melrakkaslétta er annað dæmi um skemmtilegan stað fyrir fjöruferðir. Það er um að gera að keyra aðeins útfyrir þjóðveginn og skoða fjörurnar á Norðurlandi.

Náttúra
Staðarbjargarvík

Staðarbjargarvík er staðsett í fjörunni við Hofsós, en Staðarbjargarvík er gríðarfallegt stuðlaberg sem er einstaklega skemmtilegt og fallegt að skoða. Sagt hefur verið að þar væri höfuðstaður álfabyggðar í Skagafirði. Gott aðgengi er að Staðarbjargarvík frá bílastæðinu við sundlaugina á Hofsósi.

Fyrir börnin
Veiði í vötnum

Veiði er skemmtileg fyrir alla fjölskylduna. Nóg er að allskonar vötnum á Norðurlandi þar sem börnin geta setið á bakkanum með veiðistangirnar sínar. Svínavatn, Ljósavatn, Ysta-Vík við Grenivík og fleira. Börnin verða líka stolt af því að grilla fiskinn sem þau veiddu í lok dagsins.

Það er einnig mikil upplifun að sitja á bryggjunni og dorga.

Dýralíf
Hvalir á Norðurlandi

Hvalskoðun er orðin ein vinsælasta afþreying þeirra ferðamanna sem ferðast um Norðurland. Þúsundir manna sigla á hverju ári með skipi út á rúmsjó í þeirri von að sjá hvölum bregða fyrir, enda er landið okkar einn besti hvalaskoðunarstaður í heimi. Fjölbreytileiki tegunda er hér meiri en víðast hvar annarstaðar í heiminum. Sú upplifun að sjá tegundir eins og steypireyð, hnúfubaka, háhyrninga, hrefnur og höfrungar leika sé saman í sjónum dregur að sér sífellt fleiri ferðamenn.

Hvalaskoðun á Skjálfanda eða í Eyjafirði á fallegum sumardegi er upplifun sem lætur engann ósnortinn.

Dýralíf
Íslenski hesturinn

Norðurland vestra hefur ætíð verið annálað fyrir hestamennsku og mikla hrossaeign og hafa mörg þekkt hrossakyn komið þaðan. Hestamennskan blómstrar á Norðurlandi öllu sem aldrei fyrr. Allir ættu að geta notið þess að ríða um á góðum hesti í fallegri norðlenskri náttúru.

Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)